Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
TRIO er nýr veitingastaður við Austurstræti | Opnar formlega 1. nóvember 2013
TRIO er nýr veitingastaður við Austurstræti 8. Eigendur eru Kolbrún Ýr Árnadóttir, Rósa Amelía Árnadóttir, hjónin Valdís Árnadóttir og Hafsteinn V. kristinsson og faðir Kolbrúnar, Rósu og Valdísar hann Árni Björnsson.
Það er Brynhildur Guðlaugsdóttir arkitekt og Leifur welding sem sjá um hönnun á staðnum.
TRIO kemur til með að opna formlega föstudaginn 1. nóvember næstkomandi og tekur staðurinn 80 manns í sæti, en hægt er að panta borð í síma 544-TRIO / 544-8746 eða sent fyrirspurnir um borðapantanir á netfangið [email protected]. Yfirkokkur er hinn margrómaði Kári Björn Þorleifsson, lærði fræðin sín á Lækjarbrekku og hefur varið undanfari ár í að ferðast um heiminn og kynna sér hina margbrotnu matarmenningu heimsins. Með honum er hann Daníel Friðgeir Sveinsson, ungur matreiðslumaður og mjög efnilegur. Yfirþjónn á TRIO er Jón Haukur Skaptason gæðadrengur að norðan.
Höfuðáherslur í eldhúsi Tríó eru Ísland og nútíma Norður Evrópsk matargerð þar sem íslenskt hráefni spilar aðalhlutverk, t.d. langvía, blálanga, söl og hross. Við fáum inn hráefni hvaðanæva af landinu, t.d. blóm og jurtir frá Lágafelli á Snæfellsnesi, gæs úr Landeyjum og Langvíu af Faxaflóa.
Við bjóðum upp á margskonar seðla eftir því hvaða skapi fólk er í. Við verðum með smáréttaseðil, hefðbundinn a la carte seðil, ostabakka, kryddpylsubakka og svo háleynilegan TRIO platta.
Ásamt því verðum við einnig með þriggja, fjögurra og fimm rétta seðla. Grænmetisveisla verður líka í boði og fylgir hún þriggja rétta seðlunum. Smáréttaseðilinn byggir helst á rólegri hugmyndafræði, seðillinn er sniðinn að fólki sem vill bregða sér út með vinum og eyða heilli kvöldstund, áhyggjulaust, í að skemmta sér og njóta matar og drykkjar.
, sagði Kári Björn aðspurður um höfuðáherslur í eldhúsi TRIO.
Daníel Friðgeir Sveinsson er 22 ára gamall Húsvíkingur og er matreiðslumaður að mennt. Byrjaði að læra árið 2008 á Bautanum á Akureyri undir leiðsögn Guðmundar Karls eiganda og meistara þar. Daníel útskrifaðist síðan úr Hótel og Matvælaskólanum um jólin 2012 og hefur meðal annars starfað á Sjávargrillinu og Silfur sem var og hét.
Opnunartími er alla daga frá klukkan 18, eldhúsið er opið til klukkan 24:00 fim, fös og lau, en til klukkan 23:00 aðra daga.
Þar sem við elskum að fara út að borða þá hefur það verið draumur hjá okkur að opna okkar eigin veitingastað með okkar eigin consepti. Hjá okkur getur þú fengið úrval smárétta og einnig svokallaða platta og svo auðvitað það hefbundna forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Plattarnir skapa mikla stemningu við borðið, hægt að deila og þá færðu að smakka svo mikið úrval.
Okkar sérstæða í matargerðinni er kannski sú að okkar matargerð byggist að miklu leyti uppá hægeldun og með því þá færðu bestu gæðin út úr hráefninu. Einnig höfum við ofsalega færna yfirbarþjón hjá okkur hann Axel Aage og það má segja að hann sé vísindamaður kokteilanna, ofsalega gaman að horfa á hann spá og spekúlera í kokteil gerð.
, sagði Kolbrún Ýr í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um sérstöðu veitingastaðarins og hvort þetta sé langþráður draumur hjá þeim.
Myndir: af facebook síðu TRIO.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s