Starfsmannavelta
Tine og Þormar loka Odense súkkulaðihúsinu eftir 14 ár í rekstri – „við lokum búðinni með bros á vör“
Tine Buur Hansen og Þormar Þorbergsson hafa ákveðið að loka Odense súkkulaðihúsinu í heimaborginni Óðinsvéum í Danmörku eftir 14 ár í rekstri. Þormar og Tine eru bæði konditor að mennt.
Síðasti opnunardagur Odense súkkulaðihússins er á laugardaginn 15. apríl næstkomandi.
„Við höfum unnið við súkkulaðibransann í yfir 30 ár og erum bæði orðin 50 ára. Nú er kominn tími til að breyta til. Sem betur fer skuldum við bönkum og birgjum ekkert, þannig að við lokum búðinni með bros á vör.“
Segir í tilkynningu frá Odense súkkulaðihúsinu og undir hana skrifa Tine og Þormar.
Myndir: facebook / Odense Chokoladehus
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






