Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Þrettán nemendur hefja nám í matartækni í VMA

Birting:

þann

Kjötréttur

Þrettán nemendur hefja nám í matartækni í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) núna á vorönn. Námið er sett upp sem lotunám og þess á milli eru nemendur í bóklegum fögum í fjarnámi og einnig eru unnin verkefni. Í það heila tekur námið þrjár annir og því lýkur með brautskráningu vorið 2025.

Marína Sigurgeirsdóttir kennari við matvælabraut VMA er aðalkennari og hefur umsjón með náminu en auk hennar kennir Ari Hallgrímsson, brautarstjóri matvælabrautar.  Núna á vorönn eru bæði kenndar bóklegar og verklegar greinar í fimm helgarlotum, sú fyrsta verður síðustu helgina í janúar. Í lotunum er kennt frá kl. 13 á föstudögum og kl. 8 til 16:30 á laugardögum.

Í gegnum tíðina hafa nemendur víða að af landinu sótt nám í matartækni í VMA en að þessu sinni eru allir þrettán nemendurnir af Eyjafjarðarsvæðinu og eru þeir á aldursbilinu 30-57 ára. Einn þeirra hefur lokið grunndeild matvæla í VMA en aðrir hafa farið í gegnum raunfærnimat og þannig komist inn í þetta nám.

Skilyrði fyrir raunfærnimati er að viðkomandi hafi starfað að lágmarki í þrjú ár í mötuneyti eða veitingarekstri – og á þetta við um alla þá sem nú hefja nám í matartækni. Auk fagnáms í verklegum og bóklegum áföngum sem nemendur taka í lotum og fjarnámi VMA þurfa þeir að hafa lokið áföngum í íslensku, ensku og stærðfræði á öðru þrepi.

Að brautskráningu lokinni er sótt um leyfisbréf og þar með starfsréttindi sem matartæknar til landlæknisembættisins. Í því felst m.a. heimild til þess að bera ábyrgð á rekstri mötuneyta.

Mynd: vma.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið