Bocuse d´Or
Þráinn kíkti til Noregs og skoðaði lúðuna sem notuð verður í Bocuse d´Or

F.v. Þráinn Freyr Vigfússon, fulltrúi Íslands í keppninni Bocuse d´Or 2010, Bjarni Siguróli Jakobsson aðstoðamaður og Hákon Már Örvarsson þjálfari
Þráinn Freyr Vigfússon, fulltrúi Íslands í keppninni Bocuse d´Or, fór til Noregs í lok janúar síðastliðin til að skoða lúðuna sem hann notar í Bocuse d´Or Europe í Sviss þann 7-8. júní næstkomandi.
Með í för var Viktor Örn Andrésson, ljósmyndari og meðlimur í landsliði klúbbs matreiðslumeistara. Skoðuðu þeir Sterling lúðueldið sem er skammt frá Stavanger, nánar til tekið í Kjeurda.
Frode Selvaag, matreiðslumaður hjá Sterling, tók á móti strákunum og ferjaði þá út í eldiskvíarnar sem eru í miðjum firði. Þar eru 400-550 þúsund stykki af lúðu. Eftir góða leiðsögn um eldisstöðina var ferðinni heitið á veitingarstað Sven Erik Renaa, keppanda Noregs í Bocuse d´Or árið 2007 og landsliðseinvalds.
Daginn eftir var svo heimsókn í Gastronomic Institute of Norway þar sem þeir hittu fyrir Gunnar Harvnes, næsta keppanda Norðmanna í Bocuse d´Or.
Þess má geta að æfingar eru komnar á fullt, en æft er 2 ½ dag í hverri viku fram í miðjan mars mánuð. Þráinn Freyr er búinn að velja sér aðstoðarmenn. Þeir eru Bjarni Siguróli Jakobsson á Vox, Atli Þór Erlendsson, Hótel Sögu, og Tómas Ingi, Hótel Sögu.

-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu