Vertu memm

Starfsmannavelta

Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumeistari, hefur störf hjá Bláa Lóninu

Birting:

þann

Þráinn Freyr Vigfússon

Þráinn Freyr Vigfússon

Þráinn Freyr Vigfússon, fyrirliði Landsliðs íslenskra matreiðslumeistara, hefur hafið störf sem matreiðslumeistari hjá Bláa Lóninu. Þráinn er á meðal fremstu matreiðslumeistara Evrópu, en hann hefur náð einstökum árangri í alþjóðlegum matreiðslukeppnum.  Hann starfaði á Michelin stjörnu veitingastaðnum, Domaine de Clairfontane í Lyon, Frakklandi auk þess sem hann hefur starfað sem aðstoðaryfirmatreiðslumeistari á Grillinu og yfirmatreiðslumeistari á Kolabrautinni hér heima.

Þráinn segir það vera spennandi verkefni að hefja störf hjá Bláa Lóninu. „Blue Lagoon Iceland er eitt þekktasta vörumerki Íslands og mikill metnaður hefur verið lagður í uppbyggingu á veitingastaðnum Lava. Við munum leggja enn frekari áherslu á þróun matseðilsins með áherslu  á nýnorræna matargerð sem byggir á fersku hráefni úr nærumhverfi okkar,

.. segir Þráinn.

Það er spennandi verkefni að taka þátt í að efla þennan þátt Bláa Lónsins enn frekar og undirbúa næstu skref til framtíðar.

Þráinn er einn sigursælasti matreiðslumeistari Íslands
Þráinn hlaut sjöunda sæti í Bocused‘Or heimsmeistarkeppni einstaklinga og silfurverðlaun í árlegri keppni norrænna matreiðslumeistara. Hann sigraði One World matreiðslukeppnina árið 2008 og var valinn matreiðslumeistari Íslands árið 2007.  Þráinn býr yfir mikilli reynslu af þátttöku sinni í alþjóðlegum keppnum og miðlar hann nú af reynslu sinni og þjálfar þá sem keppa fyrir Íslands hönd.  Hann leggur jafnframt mikla áherslu á að fylgjast vel með straumum og stefnum framsæknustu veitingastaða heims, og nýverið heimsótti hann Alinea í Chicago þar sem hann dvaldi um tíma og kynnti sér áherslur þessa vinsæla staðar, segir í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu.

Bláa Lónið leggur áherslu á upplifun gesta og er veitingastaðurinn Lava mikilvægur þáttur heildarupplifunarinnar.

Magnús Héðinsson, veitir veitingasviði Bláa Lónsins forstöðu.  Hann segir það vera frábært að fá Þráin til liðs við veitingateymi Bláa Lónsins.

Þráinn mun ásamt Viktori Erni Andréssyni, matreiðslumeistara og liðsstjóra Landsliðs íslenskra matreiðslumeistara, þróa matarupplifun okkar í spennandi átt. Við erum stolt af því að vera með tvo meðlimi Landsliðs Íslenskra Matreiðslumeistara hjá okkur í Bláa Lóninu og það verður gaman að fylgjast með þróuninni á næstu mánuðum,

…segir Magnús.

 

Mynd: Aðsend

/Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið