Vertu memm

Pistlar

Þjónar fá yfir sig fúkyrði og dónaskap af stútungskerlingum og körlum

Birting:

þann

Margrét Rósa Einarsdóttir

Margrét Rósa er framreiðslumeistari að mennt

Stundum skammast ég mín fyrir landa mína. Þjóðrembingurinn alveg að drepa okkur. Nú um stundir fer ég um landið og kenni þjónustu inná hótelum og veitingastöðum.

Ég hef heyrt að sumir kvarta yfir að það komi fyrir að þjónar tali ekki íslensku og menn bísnast yfir því. En að mér dytti í hug að fólk sýndi þessu harðduglega fólki sem hingað kemur að leita ævintýra og hjálpa okkur að þjónusta ferðamannastrauminn fái yfir sig fúkyrði og dónaskap af stútungskerlingum og körlum.

Hvað höldum við eiginlega að við séum, ,,Ég hef fengið að heyra þessar sögur frá íslensku samstarfsfóki því ekki kvarta þau,, mér sýnist að þau skammist sín fyrir að vera í þessum aðstæðum þegar þær koma upp. Auðvitað eru þetta undantekningar, en ótrúlega almennt. Ég veit ekki betur en nánast allir ,,allavega minn aldur,, sem bísnast mest hafi farið erlendis til að skoða heiminn og kynnast nýjum aðstæðum.

Ég sjálf fór til noregs ásamt fjöldanum öllum af stúlkum og piltum að vinna í Geilo, þar var okkur tekið með kostum og kynjum og enginn gaf manni svip þó maður kynni ekki málið og margir settust að til frambúðar. Ég vildi sjá okkur í þessum aðstæðum þegar við förum að vinna á sumarhóteli í frakklandi, eða vinna við hjálparstörf í afríku eða í sjómennsku á grænlandi.

Að við fengjum yfir okkur fúkyrðstraum frá innlendum fyrir það eitt að geta ekki tjáð okkur á tungu viðkomandi lands. Unga fólkið frá Póllandi, Litháen, Rúmeníu og Lettlandi er hörkuduglegt og margt með reynslu í þjónustu og leggur sig fram í vinnu og flestir sem ætla að vera hér í einhvern tíma leggja sig fram um að læra málið.

Mikið af þessu fólki er hér í sumarvinnu og stundar svo háskólanám td verkfræði, arkitektúr, félagfræði og stjórnmálafræði yfir veturinn.

Þetta unga fólk er hér að bjarga verðmætum, hvar værum við ef þau kæmu okkur ekki til hjálpar. Þið sem sýnið óánægju ykkar í anddyri veitingastaðar skuluð muna að viðkomandi þjónn gæti verið dóttir eða sonur konu eins og þín.

Margrét Rósa Einarsdóttir
Þjónaskólinn

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið