Vertu memm

Markaðurinn

Þetta mun klárlega bæta þjónustuna á veitingastaðnum þínum – Markviss þjálfun skilar sér í kassann

Birting:

þann

Þjónn veitingastaður

Veitingastaðir eiga fullt í fangi með að þjálfa þjóna og hefur því Margrétar Reynisdóttur eigandi gerumbetur.is framleitt kennslumyndbönd á ensku og íslensku um árangursríka sölutækni og samskipti.

Kennslumyndböndin fara yfir helstu atriði sem góður þjónn þarf að kunna. Margrét segir laka þjónustu bæði bitna á veitingastöðunum sjálfum og draga niður allan veitingageirann enda geti slæm upplifun setið lengi í matargestum.

Margrét Reynisdóttir

Margrét Reynisdóttir

„…ekki má gleyma að brosa, ná augnsambandi og heilsa..“

Fólki líður betur þegar það hefur fengið þjálfun við hæfi, því þá getur það sinnt vinunni af meira öryggi sem minnkar starfsmannaveltu, segir Margrét.

„Að vera þjónn getur verið mjög krefjandi starf og það sem kemur fram í kennslumyndbandinu, má nýta i hér um bil öllum störfum og eru grunn atriði í góðri þjónustu og samskiptum við viðskiptavini þau sömu fyrir t.d. lækni, lögfræðing eða verslunarmann.“

„Við förum yfir alla mikilvægustu þættina, allt frá því tekið er á móti gestinum og þar til gengið er frá greiðslu og gesturinn kvaddur. Fyrsti hlutinn fjallar þannig um hvernig á að skapa jákvæða upplifun strax og gesturinn mætir.

Þegar fólk kemur á veitingastað þurfa móttökurnar að vera réttar, og ekki má gleyma að brosa, ná augnsambandi og heilsa, rétt eins og þegar við tökum við gestum heima hjá okkur.“

Segir Margrét.

Þjónn veitingastaður

Hlutverk þjónsins er að vera sölumaður

Hlutverk þjónsins er að vera sölumaður og segir Margrét að sú viðbótarsala sem flinkur þjónn getur náð fram geti skipt sköpum fyrir rekstur veitingastaða. Hluti af þessu sölustarfi er að fylgjast vel með þegar lítið er eftir í glösum gesta og bjóða þeim t.d. aðra flösku af gosi eða víni með matnum, eða reyna að hvetja gestina til að fá sér eftirrétt og kaffibolla í lok máltíðar.

„Þjónarnir þurfa síðan líka að vita hvað þeir mega gefa ef eitthvað hefur farið úrskeiðis, og þannig bæta gestinum upp vonbrigði eða óþægindi. Þarf kannski ekki meira en kaffibolla eða tertusneið í boði hússins, en stundum þarf meira til.“

Segir Margrét.

Kennsluefnið er 20 mínútur að lengd og skiptist í 11 kafla. Var námsefnið þróað í samráði við vana veitingamenn og við handritsgerð og framsetningu var þess gætt að hafa kennsluna skemmtilega og eftirminnilega og sjá leikrar um að sýna bæði röng og rétt vinnubrögð.

Veitingastaður - matardiskur

„…minnstu svipbrigði geta skipt máli“

Einnig er fjallað um mikilvægi þess að gæta að hvers kyns fæðuóþoli og sérþörfum.

„Það er mjög algengt að fólk hafi séróskir og þarf að koma upplýsingunum rétt til þeirra sem sjá um matseldina, og gæta þess að maturinn rati á réttan disk. Þá er brýnt fyrir þjónum að kunn að fást við leiðinlegar uppákomur og stýra væntingum gesta ef t.d. eldhúsið er undirmannað.

Ef það má eiga von á að seinkun verði á matnum þá skiptir það miklu fyrir upplifun gesta að þeir séu látnir vita og bíði ekki í algjörri óvissu. Við förum líka ítarlega yfir það hvað á að gera ef að mistök eiga sér stað, þar sem minnstu svipbrigði geta skipt máli,“

segir Margrét að lokum.

Vonast Margrét til að kennslumyndböndin komi í góðar þarfir á íslenskum veitingastöðum og með bættri þjálfun megi auka sölu, ánægju gesta og draga úr starfsmannaveltu.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar.

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið