Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þetta er sannkallað sælkera jóladagatal sem bragð er af
Jóladagatal og Aðventudagatal með vörum frá íslenskum smáframleiðendum eru væntanleg á markaðinn.
Stöllurnar Hlédís Sveinsdóttir einn af eigendum Matarmarkaðar Íslands og Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari eru búnar að setja saman spennandi jóladagatal sem gleður og nærir í skammdeginu.
Það eru 2 útgáfur í boði, annars vegar með 24 pökkum sem fólk opnar einn á dag frá 1. desember til jóla. Hins vegar er það Aðventu dagatalið sem inniheldur 4 pakka fyrir hvern sunnudag í aðventunni. Allt eru þetta vörur frá smáframleiðendum sem framleiða vörurnar sínar af ástríðu og sérstakri alúð, víðsvegar af landinu.
Hver vara segir sögu og oft er unnið með óvenjulegar afurðir og fullnýtingu.
Dagatölin verða afhent á tímabilinu 21. – 30. nóvember.
Hægt er að panta hér:
Jóladagatal: Inniheldur 24 gómsætar gjafir. Tilvalið að opna eina gjöf á hverjum degi desember fram að jólum. Panta hér.
Aðventudagatal: Inniheldur 4 gómsæta pakka. Tilvalið að opna einn og njóta á sunnudögum á aðventunni. Þetta eru einnig tilvalið í starfsmannagjafir. Panta hér.
Fyrir þá sem vilja vita nánar um innihaldið, þá er það listað upp hér að neðan:
Jóladagatal 24 gluggar:
Lava cheese – Bacon/ sour cream/onion 60g
Holt og Heiðar – Birkisíróp 50 ml
Rabarbía – Kramarhús 20 gr
Litlu jólahúsin – Piparkökuhús 2 stk
Litabombur – Litabombur 20 stk
Hafsalt – Rauðvínssalt 35 g
Súkkulaði fyrir sælkera – Súkk. m/rúsínum og kanill 85 gr
Kaffibrugghúsið – Kaffi 3 p.
Svava Sinnep – Sinnep 2 x 50g
Næra – Skyr snakk 25 g
Ás styrktarfélag – kubbakerti 1 stk
Urta icelandia – Jólateblanda 10 pokar
Kandís – Birki- og eplabrjóstsykur 50 gr
Hrísakot – Geitasápa 1 stk
Háafell – Blómahlaup 40 gr
Verandi – Súkkulaðisápa 80 gr
Dorolu – Jólamöndlur 75 gr
Fanney – Krem úr bývaxi
Fanney – Rabarbarasýróp m/engifer, chilli og vanillu
Kaja organic – Hátíðargrautur með trönub. og möndlum 86 gr
Móðir Jörð/Havarí – Bopp 1 pakki
Móðir Jörð – Rautt byggotto 140 gr
Og natura – Dry gin 50ml
Íslensk Hollusta – Hrútaberjahlaup 100 gr
Aðventudagatal 4 gluggar:
Súkkulaði fyrir sælkera – Súkk. m/rúsínum og kanill 85 gr
Kaffibrugghúsið – Kaffi 3 p.
Móðir Jörð/Havarí – Bopp 1 pakki
Íslensk Hollusta – Hrútaberjahlaup 100 gr
Litlu jólahúsin – Piparkökuhús 2 stk
Urta icelandia – Jólateblanda 10 pokar
Ás styrktarfélag – kubbakerti 1 stk
Verandi – Súkkulaðisápa 80 gr
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt