Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þetta er sannkallað sælkera jóladagatal sem bragð er af
Jóladagatal og Aðventudagatal með vörum frá íslenskum smáframleiðendum eru væntanleg á markaðinn.
Stöllurnar Hlédís Sveinsdóttir einn af eigendum Matarmarkaðar Íslands og Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari eru búnar að setja saman spennandi jóladagatal sem gleður og nærir í skammdeginu.
Það eru 2 útgáfur í boði, annars vegar með 24 pökkum sem fólk opnar einn á dag frá 1. desember til jóla. Hins vegar er það Aðventu dagatalið sem inniheldur 4 pakka fyrir hvern sunnudag í aðventunni. Allt eru þetta vörur frá smáframleiðendum sem framleiða vörurnar sínar af ástríðu og sérstakri alúð, víðsvegar af landinu.
Hver vara segir sögu og oft er unnið með óvenjulegar afurðir og fullnýtingu.
Dagatölin verða afhent á tímabilinu 21. – 30. nóvember.
Hægt er að panta hér:
Jóladagatal: Inniheldur 24 gómsætar gjafir. Tilvalið að opna eina gjöf á hverjum degi desember fram að jólum. Panta hér.
Aðventudagatal: Inniheldur 4 gómsæta pakka. Tilvalið að opna einn og njóta á sunnudögum á aðventunni. Þetta eru einnig tilvalið í starfsmannagjafir. Panta hér.
Fyrir þá sem vilja vita nánar um innihaldið, þá er það listað upp hér að neðan:
Jóladagatal 24 gluggar:
Lava cheese – Bacon/ sour cream/onion 60g
Holt og Heiðar – Birkisíróp 50 ml
Rabarbía – Kramarhús 20 gr
Litlu jólahúsin – Piparkökuhús 2 stk
Litabombur – Litabombur 20 stk
Hafsalt – Rauðvínssalt 35 g
Súkkulaði fyrir sælkera – Súkk. m/rúsínum og kanill 85 gr
Kaffibrugghúsið – Kaffi 3 p.
Svava Sinnep – Sinnep 2 x 50g
Næra – Skyr snakk 25 g
Ás styrktarfélag – kubbakerti 1 stk
Urta icelandia – Jólateblanda 10 pokar
Kandís – Birki- og eplabrjóstsykur 50 gr
Hrísakot – Geitasápa 1 stk
Háafell – Blómahlaup 40 gr
Verandi – Súkkulaðisápa 80 gr
Dorolu – Jólamöndlur 75 gr
Fanney – Krem úr bývaxi
Fanney – Rabarbarasýróp m/engifer, chilli og vanillu
Kaja organic – Hátíðargrautur með trönub. og möndlum 86 gr
Móðir Jörð/Havarí – Bopp 1 pakki
Móðir Jörð – Rautt byggotto 140 gr
Og natura – Dry gin 50ml
Íslensk Hollusta – Hrútaberjahlaup 100 gr
Aðventudagatal 4 gluggar:
Súkkulaði fyrir sælkera – Súkk. m/rúsínum og kanill 85 gr
Kaffibrugghúsið – Kaffi 3 p.
Móðir Jörð/Havarí – Bopp 1 pakki
Íslensk Hollusta – Hrútaberjahlaup 100 gr
Litlu jólahúsin – Piparkökuhús 2 stk
Urta icelandia – Jólateblanda 10 pokar
Ás styrktarfélag – kubbakerti 1 stk
Verandi – Súkkulaðisápa 80 gr
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024