Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Þessir veitingastaðir verða í mathöllinni VERA í Vatnsmýrinni
VERA matur og drykkur opnar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri í júlí. Um er að ræða mathöll með átta vönduðum og spennandi veitingastöðum og glæsilegan viðburðasal sem hugsaður er fyrir tónleika, uppistand, veislur og hvers kyns viðburði.
Forsvarsmenn verkefnisins og eigendur eru Björn Bragi Arnarsson og Hafsteinn Júlíusson. Björn Bragi er framkvæmdastjóri VERU en Hafsteinn og fyrirtæki hans HAF Studio sjá um alla hönnun. Hafsteinn og Björn unnu áður saman að Borg29 mathöll í Borgartúni sem opnaði í apríl 2021.
Í VERU verða átta veitingastaðir sem bjóða upp á fjölbreyttan og vandaðan mat í fallegu umhverfi. Þar verður hægt að fá góðan morgunmat, hádegismat og kvöldmat og þess á milli getur fólk sest niður og fengið sér kaffi eða drykk í góðra vina hópi.
Á meðal veitingastaða sem koma til með að starfa í VERU eru Pünk Fried Chicken sem hefur starfað í Gróðurhúsinu í Hveragerði, Natalía Pizzeria úr Borg29 og vínbarinn og kaffihúsið Mikki Refur af Hverfisgötu og Fura sem er rekið af Denis Grbic, fyrrum landsliðsmaður og Kokkur ársins 2016, en staðurinn er í fínni kantinum með skandinavísku ívafi sem sérhæfir sig einnig í fyrsta flokks víni.
Aðrir staðir eru nýir en þar er um að ræða mexíkóskan og asískan mat, súpustað og morgunverðarstað.
Gróska er á meðal stærstu og glæsilegustu bygginga landsins og verður öll hönnun og útlit VERU í takti við það.
Björn Bragi Arnarsson, framkvæmdastjóri:
„Við erum virkilega spennt fyrir því að opna VERU og starfa í þessu skemmtilega umhverfi. Þarna verða átta frábærir veitingastaðir sem bjóða upp á fjölbreytt og gott úrval af mat.
Viðburðasalurinn mun rúma um 200 gesti og er hann hugsaður fyrir tónleika, uppistand, veislur og hvers kyns viðburði. Það er mikil þörf fyrir góðan sal af þessari stærðargráðu miðsvæðis í Reykjavík. Vonir standa til að veislusalurinn muni opna í júní.
Gróska er eitt glæsilegasta hús landsins. Þar starfa öflug fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og eiga mörg þeirra í góðu samstarfi við háskóla á sviði tækniþróunar, rannsókna og nýsköpunar.
Mikill fjöldi fólks sækir húsið á hverjum degi og þar rekur World Class eina best útbúnu líkamsræktarstöð landsins.
Staðsetning Grósku í Vatnsmýri er afar spennandi en tugþúsundir sækja nám og vinnu í næsta nágrenni. Þá hefur íbúabyggð í grenndinni farið ört stækkandi.“
Hafsteinn Júlíusson, hönnuður:
„Gróska er magnað hús og það er skemmtileg áskorun að skapa umhverfi og upplifun sem fellur vel að stíl og stemningu hússins. Við ákváðum að leitast við að skapa eitt samræmt útlit í innréttingum frekar en að hver og einn staður skeri sig úr. Upplifunin á að vera svolítið eins og þú sért að koma inn á einn veitingastað, sem hefur heildrænt og fágað yfirbragð, en búi samt sem áður yfir afslöppuðu andrúmslofti með fjölbreytileika í mat og drykk.
Við völdum að fara í náttúrulega eik í bland við hágæða leður, króm og steypu í efnisvalinu. Ljósar gardínur, dempuð ljós og einfaldleiki í formsköpun skapa umhverfi sem fólki líður vel í og fólk vill sitja lengur.
Við lítum svo á að VERA í Grósku verði ákveðið kennileiti í borginni um ókomna tíð og þar muni fólk eiga góðar samverustundir og skapa minningar. „
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin