Bjarni Gunnar Kristinsson
Þessir réttir tryggðu Viktori þriðja sætið í Bocuse d´Or – Myndir og vídeó

Íslenska teymið fagnaði vel og innilega.
F.v. Hinrik Örn Lárusson aðstoðarmaður Viktors, Viktor Örn Andrésson Bocuse d´or keppandi, Sturla Birgisson dómari fyrir Íslands hönd, Sigurður Helgason þjálfari og Orjan Johannessen forseti dómnefndar
Eins og kunnugt er þá lenti Ísland í þriðja sætið af tuttugu og fjórum þjóðum í Bocuse d´Or sem haldin var í Lyon í Frakklandi 24.-25. janúar s.l. Það var Viktor Örn Andrésson sem keppti fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar var Hinrik Örn Lárusson.
Hráefnið sem keppendur þurftu að elda úr var 100% grænmetis réttur án eggja og mjólkurvara VEGAN. Keppendur framreiddu fjórtán diska fyrir dómara. Þetta er í fyrsta skipti sem grænmetis réttur er í Bocuse d´Or.
Ásamt Vegan réttinum þurftu keppendur að matreiða hinn fræga Bresse kjúkling og skelfisk og Viktor framreiddi hann á glæsilegu silfur fati sem kostar svipað og nýr lítill fólksbíll.
Keppendur þurftu að sameina þessi tvö hráefni ásamt meðlæti á fat fyrir fjórtán manns. Bresse kjúklingurinn og skelfiskur var einmitt aðalhráefnið í fyrstu Bocuse d´Or keppninni árið 1987.
Það voru Bandaríkin sem fóru með sigur af hólmi í keppninni og Norðmenn fengu silfur.
Heildarúrslit í Bocuse d´Or 2017
Viktor keppti í fyrra í undankeppni Bocuse d´Or og var sú keppni haldin í Búdapest höfuðborg Ungverjalands. Viktor lenti í 5. sæti í undankeppninni og að auki hlaut hann eftirsóttu verðlaunin: Besti fiskrétturinn, en uppistaðan í fiskréttinum var Styrja og kavíar. Maturinn var borinn fram á fallegum viðarplötum og á glæsilegu speglafati.
Þjálfari Viktors var Sigurður Helgason yfirmatreiðslumeistari Grillsins og fulltrúi Íslands í Bocuse d´or keppninni árið 2015. Sigurður lenti í 7. sæti í undankeppni Bocuse d´or árið 2014 og honum til aðstoðar var Sindri Geir Guðmundsson.
Sigurður lenti síðan í 8. sæti árið 2015 í sjálfri aðal Bocuse d’Or keppninni sem haldin er annað hvert ár í Lyon í Frakklandi og honum til aðstoðar var Rúnar Pierre Heriveaux.
Bocuse d´Or hinn óumdeilda heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu hefur verið haldin síðan 1987 og hélt upp á 30 ára afmælið sitt núna í janúar 2017.
Fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999, en það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Árið 2001 vann Hákon Már Örvarsson til bronsverðlauna.
Til gamans má geta að Ísland hefur verið í topp 10 sætum frá því Ísland tók fyrst þátt í Bocuse d’Or keppninni árið 1999.
Vídeó
Meðfylgjandi myndir eru af réttunum sem tryggðu Viktori þriðja sætið í Bocuse d´Or 2017, ásamt myndbandi sem að Bjarni Gunnar Kristinsson tók upp og klippti til.
Veitingageirinn.is með ítarlega umfjöllun
Veitingageirinn.is fylgdist grannt með Bocuse d´Or keppninni eins og hefur verið gert í gegnum árin, en hægt er að lesa brot af yfirlit frétta á eftirfarandi vefslóðum eða allar Bocuse d´Or fréttir með því að smella hér:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“10″ ]
Myndir: bocusedor.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars