Keppni
Þessir keppa um titilinn Kokkur ársins 2024
Í dag fór fram forkeppni fyrir keppnina um Kokk ársins 2024 sem haldin verður í Ikea laugardaginn 13. apríl.
Verkefni dagsins var að elda kjúklingabringu og kjuklingalegg. Það voru sjö keppendur sem tóku þátt í forkeppninni og komust 5 þeirra áfram.
Keppendurnir sem komust áfram voru:
Wiktor Pálsson – Speilsalen
Ísak Aron Jóhannsson – Zak veitingar
Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar
Hinrik Örn Halldórsson – Flóra Veitingar
Bjarni Ingi Sigurgíslason – Kol
Eftir að tilkynnt var hverjir kæmust áfram voru skylduhráefni laugardagsins kynnt, en þau eru:
Forréttur:
Andar egg
Gullauga kartöflur
Skyr
Aðalréttur:
Lambahryggur 3.5 kg.
Villtur hvítlaukur ( Ramson lauf)
Smjördeig
Eftirréttur:
Krækjuberjasafi
Cacao barry Súkkulaði hvítt Zephyr 34%
Söl
Næsta verkefni keppenda er að skila inn matseðili en það þurfa þeir að gera fyrir kl 19.00 í dag fimmtudag. Það verður spennandi að fylgjast með keppendum spreita sig á þessum hráefnum.
Grænmetis Kokkur ársins 2024
Á morgun föstudag fer fram í fyrst skipti keppnin um Grænmetiskokk ársins, þar eru fimm keppendur skráðir til leiks en þeir eru:
Bjarki Snær Þorsteinsson, Lux veitingar
Bjarni Haukur Guðnason, Hvíta húsið
Kristján Þór Bender Eðvarðsson, Bláa Lónið
Þórarinn Eggertsson, Smakk veitingar
Monica Daniela Panait, Hótel Geysir
Keppendur hafa 5 klukkutíma til undirbúnings og verða ræstir með 5 mínútna millibili.
Eldaður er þriggja rétta matseðil fyrir 12 manns sem samanstendur af eftirfarandi grunn hráefnum:
Forréttur:
Egg 40%
Grænn franskur Aspas
Aðalréttur:
Gulrætur 40%
Pólenta
Kantarellur
Eftirréttur:
Ananas
Sýrður Rjómi
Úrslit í öllum keppnum verða tilynnt í IKEA eftir kl 18:00 á laugardaginn.
Mynd: Mummi Lú

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?