Vertu memm

Keppni

Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun

Birting:

þann

Forkeppni - Kokkur ársins 2025 - Dómarar

Dómarar keppninnar

Forkeppni um Kokk ársins 2025 fór fram í dag, fimmtudaginn 27. mars, þar sem margir af fremstu matreiðslumönnum landsins öttu kappi.

Einstök aðstaða hjá IKEA

IKEA hefur útbúið fimm keppniseldhús sérstaklega fyrir keppnina, staðsett rétt við útgang verslunarinnar, inn á sjálfsafgreiðslulagerinn.  Starfsfólk IKEA hefur sýnt mikla fagmennsku og skipulag við uppsetningu og niðurrif á eldhúsunum, og á það sannarlega lof skilið, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara.

Krafa forkeppninnar – hráefni og tímasetningar

Í forkeppninni var gerð sú krafa að keppendur notuðu þorskhnakka, svínasíðu, jarðskokka og blöðrukál í réttina sína. Fyrstu réttir voru bornir fram kl. 13:15 og þeir síðustu kl. 15:15.

Keppendur í forkeppninni voru:

Wiktor Pálsson – Lola

Ísak Aron Jóhannsson – Múlakaffi

Gunnar Georg Gray – Brut

Gabríel Kristinn Bjarnason – Expert

Hugi Rafn Stefánsson – Fröken Reykjavík

Kristín Birta Ólafsdóttir – Grand Hótel

Bjarni Ingi Sigurgíslason – Veislulist

Jafet Bergmann Viðarsson – Torfhús

Þeir sem komust áfram og keppa í úrslitum á laugardag eru:

Wiktor Pálsson – Lola

Ísak Aron Jóhannsson – Múlakaffi

Gunnar Georg Gray – Brut

Gabríel Kristinn Bjarnason – Expert

Hugi Rafn Stefánsson – Fröken Reykjavík

Grænmetiskokkur ársins – keppnin haldin á morgun föstudag

Á morgun, föstudaginn 28. mars, fer fram keppnin Grænmetiskokkur ársins 2025. Fjórir keppendur taka þátt og eru þeir eftirfarandi:

Monica Daniela Panait – Hótel Geysir

Dominika Kulińska – Mötuneyti sveitarfélagsins Stykkishólms

Andrés Björgvinsson – LUX veitingar

Kamil Ostrowski – Brak

Keppnisfyrirkomulag og hráefni

Keppendur fá fimm klukkutíma til undirbúnings og verða ræstir með fimm mínútna millibili. Eldaður er þriggja rétta matseðill fyrir 12 manns, með eftirfarandi hráefnum sem grunn:

Forréttur: Tómatur, fennel og blaðsellerí

Aðalréttur: Arborio hrísgrjón, hvítur spergill og grasker

Eftirréttur: Basilíka, jarðarber og rjómaostur

Úrslitin verða kynnt á laugardag

Úrslit í báðum keppnum verða kynnt í Bjórgarðinum eftir kl. 18:00 á laugardaginn. Við munum birta nánari upplýsingar um framvindu keppnanna eftir því sem líður á.

Sjá einnig: Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025

Andreas Jacobsen matreiðslumeistari tók meðfylgjandi myndir frá forkeppninni í dag.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar