Vertu memm

Keppni

Þessi sigruðu í Íslandsmóti framreiðslu-, og matreiðslunema 2019

Birting:

þann

Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema 2019

F.v. sigurvegarar í framreiðslu þeir Ísak Magnússon og Björn Kristinn Jóhannsson. Í matreiðslu þau Kristín Birta Ólafsdóttir og Hugi Rafn Stefánsson

Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema fór fram í gær, þriðjudaginn 12. nóvember, í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.

Keppnin var jafnframt forkeppni fyrir Norrænu nemakeppnina sem verður haldin í Osló dagana 24. og 25. apríl 2020.

Þátttakendur voru samtals 19, í matreiðslu kepptu 12 og sjö í framreiðslu. Keppnin hófst kl. 14 og í matreiðslu var fyrsta réttinum skilað kl. 16.15 og eftiréttinum kl. 17.00.

Keppni í matreiðslu skiptist í tvo hluta, skriflegt próf og verklegan hluta þar sem nemarnir matreiddu tvo rétti: Forrétt sem innihélt rauðsprettu, bygg og perlulauk. Seinna verkefni nemanna var eftirréttur sem var sítrónutart, ítalskur marens og hindber.

Yfirdómari í keppni matreiðslunema var Kjartan Marinó Kjartansson.

Keppnin í framreiðslu skiptist í a) skriflegt próf, b) blöndun drykkja, c) kvöldverðaruppdekkning fyrir tvo gesti, d) para vínseðil við matseðil, e) eldsteiking f) fyrirskurður, g) fjögur mismunandi sérvettubrot.

Yfirdómari í keppni framreiðslunema var Julianna Laire.

Sigurvegarar í keppni framreiðslunema voru:

  • Björn Kristinn Jóhannsson
  • Ísak Magnússon

Sigurvegarar í keppni matreiðslunema voru:

  • Hugi Rafn Stefánsson
  • Kristín Birta Ólafsdóttir

Myndir:  Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið