Keppni
Þessi sigruðu í Íslandsmóti framreiðslu-, og matreiðslunema 2019

F.v. sigurvegarar í framreiðslu þeir Ísak Magnússon og Björn Kristinn Jóhannsson. Í matreiðslu þau Kristín Birta Ólafsdóttir og Hugi Rafn Stefánsson
Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema fór fram í gær, þriðjudaginn 12. nóvember, í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.
Keppnin var jafnframt forkeppni fyrir Norrænu nemakeppnina sem verður haldin í Osló dagana 24. og 25. apríl 2020.
Þátttakendur voru samtals 19, í matreiðslu kepptu 12 og sjö í framreiðslu. Keppnin hófst kl. 14 og í matreiðslu var fyrsta réttinum skilað kl. 16.15 og eftiréttinum kl. 17.00.
Keppni í matreiðslu skiptist í tvo hluta, skriflegt próf og verklegan hluta þar sem nemarnir matreiddu tvo rétti: Forrétt sem innihélt rauðsprettu, bygg og perlulauk. Seinna verkefni nemanna var eftirréttur sem var sítrónutart, ítalskur marens og hindber.
Yfirdómari í keppni matreiðslunema var Kjartan Marinó Kjartansson.
Keppnin í framreiðslu skiptist í a) skriflegt próf, b) blöndun drykkja, c) kvöldverðaruppdekkning fyrir tvo gesti, d) para vínseðil við matseðil, e) eldsteiking f) fyrirskurður, g) fjögur mismunandi sérvettubrot.
Yfirdómari í keppni framreiðslunema var Julianna Laire.
Sigurvegarar í keppni framreiðslunema voru:
- Björn Kristinn Jóhannsson
- Ísak Magnússon
Sigurvegarar í keppni matreiðslunema voru:
- Hugi Rafn Stefánsson
- Kristín Birta Ólafsdóttir
Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?