Keppni
Þessi keppa um titilinn Kokkur Ársins 2019 – Aldrei fleiri konur í keppninni
Keppnin Kokkur ársins 2019 fer fram í Hörpu laugardaginn 23. mars næstkomandi en það er einn af hápunktunum í dagatali Íslenska matardagatalsins. Þar takast á þeir bestu af þeim bestu og keppa til úrslita um þennan eftirsótta titil.
Forkeppnin fer fram núna á miðvikudaginn 6. mars en þar keppa tíu kokkar um fimm pláss í lokakeppninni sjálfri. Þrjár konur eru skráðar til leiks í ár og er það mesti fjöldi kvenna sem skráður hefur verið í keppnina í þessa.
„Það er mikið fagnaðarefni að sjá aukningu skráðra kvenna í keppninni. Það er okkur metnaðarmál að ná hlutfalli þeirra til jafns við karla,“
segir Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara sem heldur keppnina.
„Ylfa Helgadóttir var meðal annars þjálfari Kokkalandsliðsins í Luxemborg þar sem liðið vann til gullverðlaunan sem ég held að sé okkur góð hvatning. Stéttin hefur verið mjög karllæg og öll skref í átt að meira jafnvægi eru góð skref í átt að tryggja öfluga og fjölbreytta stétt fagfólks,“
bætir Björn við.
Þeir sem keppa um titilinn í ár eru þau:
- Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
- Ingimundur Elí Jóhannsson, Lux veitingar
- Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
- Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
- Sindri Geir Guðmundsson, Jamie’s Italian
- Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
- Viktor Snorrason, Moss Restaurant
- Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel
- Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélagið
Það var Garðar Kári Garðarsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2018. Sigurjón Bragi Geirsson hreppti annað sætið og Þorsteinn Kristinsson varð í því þriðja.
Allir faglærðir matreiðslumenn og þar með talið sveinsprófshafar geta sótt um aðgang að keppninni og þannig slegist í hóp keppenda um titillinn Kokkur ársins 2019.
Kokkur ársins 2019 er besti kokkur landsins árið 2019 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2020. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en í fyrstu verðlaun eru 300.000 krónur, í öðru sæti 100.000 krónur og í þriðja sæti er gjafabréf með Icelandair.
Þráinn Freyr Vigfússon, kokkur ársins 2007, er í forsvari fyrir verkefnisstjórn keppninnar í ár.
Nánari upplýsingar um keppnina má fá í tölvupósti, [email protected], eða í síma 695 2999.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?