Keppni
Þessi keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2018
![Kokkur ársins 2018](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/kokkur-arsins-5efstu2-1024x766.jpg)
Keppendur í úrslitum 2018. F.v. Þorsteinn Geir Kristinsson Fiskfélaginu, Sigurjón Bragi Geirsson Garra, Iðunn Sigurðardóttir Matarkjallaranum, Bjartur Elí Friðþjófsson Grillmarkaðnum, Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm.
Í dag fór fram undanúrslit um titilinn Kokkur ársins 2018 en keppnin fór fram á Kolabrautinni í Hörpu.
Sjá einnig: Myndir frá forkeppni Kokkur ársins 2018
Átta keppendur elduðu þrjá smárétti úr ýsu, grísakinn & kjúklingaskinni og rófum.
Fimm efstu keppendur voru valdnir af dómnefnd nú rétt í þessu en þeir keppendur sem komust áfram og keppa til úrslita laugardaginn 24. febrúar í Flóa í Hörpu eru:
- Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
- Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
- Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
- Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu
Í úrslitakeppninni sem fram fer í Flóa Hörpu eiga keppendur að elda 3ja rétta matseðil úr svokallaðir leyni körfu. Þ.e. keppendur fá að vita degi fyrir keppni úr hvaða hráefni þeir eiga að elda og hafa svo 5 klst til að undirbúa matinn. Húsið er opið fyrir alla gesti frá kl: 13 – 18, eftir kl 18:00 er einungis opið fyrir gesti sem hafa tryggt sér miða á viðburðinn þar sem Andri Freyr og Kokkalandsliðið munu sjá um stemninguna samhliða keppninni. Kokkur ársins 2017 verður svo krýndur kl 22:45.
Miðapantanir á [email protected]
Fréttayfirlit frá keppninni Kokk ársins hér.
Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan