Nemendur & nemakeppni
Þessi hrepptu titilinn matreiðslu- og framreiðslunemar ársins 2015
- Haraldur Geir Hafsteinsson
- Hinrik Örn Lárusson
Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema fór fram þriðjudaginn 3. nóvember sl. í Hótel- og matvælaskólanum. Auglýst var eftir þátttakendum og samtals sóttu 20 nemar um að fá að taka þátt í keppni matreiðslunema og 10 sóttu um í keppni framreiðslunema.
Forkeppni var haldin miðvikudaginn 28. október og fimm efstu úr forkeppninni í matreiðslu kepptu svo í úrslitakeppninni þann 3. nóvember. Keppnisréttur var bundin við aldur en þau mega ekki vera eldri en 22 ára þann 1. maí 2016. Skilyrði er að nemar séu á námssamningi í maí 2016.
Í framreiðslu var keppt í borðskreytingu, blöndun drykkja auk þess sem þau leystu margvísleg verkefni sem tengdust faggreininni sérstaklega. Sigurvegarar í keppni framreiðslunema voru þau Berglind Kristjánsdóttir nemi á VOX Hilton, meistari hennar er Gígja Magnúsdóttir og Leó Snæfeld Pálsson nemi á Bláa Lóninu. Meistari hans er Kristján Nói Sæmundsson.
Í úrslitakeppninni matreiddu matreiðslunemarnir tveggja rétta máltíð; aðalrétt og eftirrétt. Hráefnislistinn var kynntur 60 mínútur áður en matreiðslan hófst. Sigurvegarar í matreiðslu voru þeir Haraldur Geir Hafsteinsson nemi á Sjávargrillinu. Meistari hans er Gústav Axel Gunnlaugsson og Hinrik Örn Lárusson nemi á Radisson Blu. Meistari hans er Ólafur S. Guðmundsson.
Íslandsmeistarar nema í framreiðslu og matreiðslu mun taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem fer fram hér á Íslandi í Hótel og matvælaskólanum dagana 8. – 9. apríl 2016.
Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?











