Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þessi fengu Cordon Bleu orðuna – Ný stjórn kosin á aðalfundi KM
Aðalfundur og árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara var haldin á Akureyri 12. mars s.l.
Aðalfundurinn fór fram á Strikinu með hefbundin aðalfundastörf. Garðar Kári landsliðkokkur sá um að reiða fram frábæran hádegisverð eins og honum er einum lagið.
Ný stjórn var kosin, en þau eru:
- Björn Bragi Bragason, forseti
- Steinn Óskar Sigurðsson, varaforseti
- Andreas Jacobsen, gjaldkeri & ritari
- Árni Þór Arnórsson, meðstjórnandi
- Jóhann Sveinsson, meðstjórnandi
- Ylfa Helgadóttir, meðstjórnandi
- Örn Svarfdal, meðstjórnandi
- Friðgeir Ingi Eiríksson, varamaður
Árshátíð var síðan haldin á Hótel KEA og matseðillinn glæsilegur að sjá:
Snjókrabba salat með úthafsrækjum, stökku rúgbrauði og estragon “emulsion”
Confit saltfiskur frá Hauganesi með mais mauki, chorizzo og grænmetis vinaigrette
Nautalund með brendum lauk, villisveppum og trufflu kartöflumauki
Eplakaka að hætti nemans „ 1. Sæti á Lokal food sýningunni 2015“
Klúbbur matreiðslumeistara heiðraði tvo einstaka fagmenn og félaga í klúbbnum með Cordon Bleu orðum sem eru veittar fyrir framlag þeirra til fagsins, en þau eru Júlía Skarphéðinsdóttir og Einar Geirsson.
Hér eftirfarandi er stutt yfirferð á starfsferil þeirra sem að Klúbbur Matreiðslumeistara hefur tekið saman:
Júlía Skarphéðinsdóttir
Júlía Skarphéðinsdóttir er Akureyringur sem stundaði sitt nám við Hótel KEA og útskrifaðist 1993. Hún starfaði á KEA um árabil, lengst af sem yfirmatreiðslumaður, hún starfaði einnig í Reykjavík hjá veisluþjónustunni í Glæsibæ, mötuneyti Hrafnagilsskóla í Eyjafirði, í eigin veitingarekstri á Akureyri og nú sem sölufulltrúi Garra á Norður-og Austurlandi.
Júlía hefur verið afar farsæll formaður KM Norðurland frá stofnun deildarinnar 2010 og lyft grettistaki með félögum sínum í starfi og kynnt fagið af miklum metnaði og elju.
Einar Geirsson
Einar Geirsson veitingamaður á Rub 23 Akureyri er Tálknfirðingur sem hóf sitt nám hjá Hard Rock í Reykjavík og útskrifaðist frá Ömmu Lú áramótin 1993-1994. Einar hefur starfað víða. T.d á Eddu hótelum, Ömmu Lú, Hótel Borg, Gleneagles Hótel Skotlandi, Einari Ben, Hótel Selfossi, Lækjarbrekku, Sigga Hall, Tveim Fiskum og nú í eigin rekstri á Rub 23 á Akureyri þar sem Einar hefur búið í Eyjafirði um árabil.
Einar og kona hans hafa einnig verið í öðrum veitingarekstri síðustu ár á Akureyri. Einar hefur langa og farsæla sögu í keppnismatreiðslu, hefur keppt oft í keppninni Kokkur ársins og margsinnis verið á verðlaunapalli. Hann varð Kokkur ársins árið 2003. Einar var í Kokkalandsliðinu um árabil og hefur unnið til gull og silfurverðlauna með liðinu á alþjóðlegum mótum. Hann einnig hefur kynnt íslenska matreiðslu og hráefni víða um heim.
Mynd: facebook.com/KlubburMatreidslumeistara
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi