Frétt
Þekkir þú ungmenni sem vill taka þátt í matarviðburði í Danmörku í maí?
Um er að ræða matarviðburðinn Ungdommens madmøde sem fer fram þann 30. maí næstkomandi í Engestofte Gods í Lálandi í Danmörku og er hluti af Madens folkemøde sem verður haldinn 31. maí – 1. júní.
Til að geta tekið þátt þurfa ungmenni að vera á aldrinum 16-18 ára, hafa áhuga á mat og matreiðslu og geta tjáð sig á ensku, dönsku, norsku og/eða sænsku.
- Hefur þú áhuga á mat?
- Viltu taka þátt í þróun sjálfbærrar matarmenningar?
- Hvernig finnst þér að ætti að gera mat í skólum hollari og sjálfbærari?
- Viltu kynnast öðrum ungmennum frá Norðurlöndunum með áhuga á mat?
Hvaða matarviðburður er þetta?
- Ungdommens madmøde
- Staður: Engestofte Gods í Lolland, Danmörku.
- Dagsetning: 30. maí 2024
- Viðburðurinn skiptist í þrjá hluta: matreiðsluskóla, matartjaldbúðir og málþing um mat í skólum.
- Hluti af Madens folkemøde sem verður haldinn 31. maí -1. júní.
Hvert yrði mitt hlutverk á viðburðinum?
- Taka þátt í að útbúa íslenska rétti/mat til smökkunar
- Taka þátt í umræðum á málþinginu
- Greitt er fyrir ferðakostnað og uppihald.
Skilyrði fyrir þátttöku:
- Vera á aldrinum 16-18 ára
- Hafa áhuga á mat og matreiðslu
- Geta tjáð sig á ensku, dönsku, norsku og/eða sænsku
Hvernig get ég sótt um að taka þátt?
Senda inn stutt video (um 2-3 mínútur, tekið á síma) á [email protected] og greina frá:
- Nafni, aldri, skóla/nám (ef í námi).
- Af hverju þú vilt taka þátt.
- Hvort þú hefur farið á námskeið sem tengjast mat t.d. hollustu, matreiðslu, sjálfbærni.
- Reynslu af því að matreiða.
Umsóknarfrestur 8. mars 2024.
Svör við umsóknum verður svarað eigi síðar en 18. mars 2024.
Mynd: madensfolkemode.dk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann