Pistlar
The road to the Gold
Nú er það Glasgow, nánar ferð með Ungkokkum Íslands í keppnina The World Knorr Junior Culinary Grand Prix sem haldin var á Scot Hot dagana 26. – 28. febrúar.
Hún hófst kl 04:00 að Smiðjuveg í húsnæði hjá 101 heild, en ekki Goldfinger ef einhverjum skyldi hafa flogið það í hug við lesturinn, kálfur frá Kynnisferðum hlaðinn og lagt af stað til Kef, tékkað inn og slakað á fyrir flugið sem var kl 0745 í loftið og tók um 2 tima og þá vorum við kominn til Glasgow og þá byrjaði ballið.
Á leiðinni í gegnum tollinn spyr einn tollvörður hvað við séum með og einn úr liðinu segir við erum með mat fullt af mat , og tollvörðurinn spyr hvers konar mat , við erum með mjólk, rjóma ,smjör og lambakjöt og þyngdust augabrýrnar stöðugt á tollverðinum, þar til liðsmaðurinn áttar sig á hvað hann hefur sagt og bendir á mig og segir tollaranum að tala við mig , og leystist málið á farsælan hátt þegar allar staðreyndir málsins lágu fyrir.
Það voru tveir Skoskir cheffar sem tóku á móti okkur á vellinum og keyrðu okkur inn á hótel og var því velt upp á leiðinni hvort ekki einn af okkur ætti að taka við keyrslunni svo við myndum ná að komast á hótelið ,því það virtist sem þessir ágætu menn hefðu aldrei keyrt þessa leið áður , enda kom á daginn að þeir voru frá Edinborg , en á hótelið náðum við eftir góða útsýnisferð um götur Glasgow borgar.
Inn á Hótel og tékkað inn Radisson SAS Glasgow 5 stjörnu hótel www.radissonsas.com ,speisuð bygging , rann mig í grun að arkitektinn hefði fengið sér eina línu áður en hann teiknaði frontinn á hótelinu,þvílíkt ýmyndunarafl.Seinna sama dag þegar ég kem upp á herbergi er komin gjöf frá Hótelstjóranum, og Brynjar þú manst í Lux um árið þá fékk ég konfekt og vín frá Hótelstjóranum ,en nú grunar mér að þú hafir haft samband við hótelstjórann því gjöfin frá honum var ávaxtaskál og lítirflaska af vatni , ég hélt að þetta hefði verið leyndó okkar í milli.
Um kvöldið var farið að borða á Stravaigin www.stravaigian.com en logo hans er Think Global Eat Local eldhús Skoskt með fuison áhrifum, ágætur matur og allir sáttir heim á hótel í koju því daginn eftir skyldu hefjast æfingar .
Have a nice day
SH.
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi