Markaðurinn
„Thai fish cakes“ með Thaisósu
Við elskum góðar Thai fish cakes og þessi uppskrift á ekki að klikka!
Hér spilar frábæra Tælenska kryddblandan (ath hún er án allra aukaefna eins og allt Kryddhúskryddið og án sykurs og salts!) stórt hlutverk og gefur tóninn í þessa frábæru bragðlaukaveislu ásamt kryddi eins og Sumac (Sumac eru ber sem eru þurrkuð og möluð og úr verður krydd sem gefur frískandi sítrusbragð í allan mat og drykki!)
Gott að bera fram með hrásalati og sósu eins Thaisósu eða sweet chili sósu, nú eða með frönskum og brauði fyrir þá sem hafa ekki áhyggjur af aukakílóunum. Verði þér að góðu!
Innihald:
500 gr lax
1 egg
1 msk fiskisósa (t.d. frá Thai Pride)
10 gr fersk engiferrót (eða eins og góður biti af rótinni)
40 gr blaðlaukur (eða eins og 5cm af stilknum), fínt skorinn (einnig gott að nota vorlauk)
45 gr grænar baunir (ég afþýði frosnar green peas eða garden peas)
2 kúfaðar msk Tælensk karrýblanda
1 msk Sumac
1 tsk Hvítlauksduft
salt og pipar
lúkufylli af fersku kóríander
40 gr maizena mjöl
Aðferð:
Ég fæ 15 stk úr uppskriftinni. (þessi réttur er Ketó vænn ef skipt er út maizena fyrir annað ketóvænt mjöl).
Stráið vel af Sumac yfir roðlausann laxinn og látið hann bíða á meðan þið takið til hráefnið. Setjið fiskinn og engiferrótina ásamt egginu í matvinnsluvél og maukið í fiskihakk. Setjið laxahakkið í skál og bætið restinni af hráefnunum út í.
Blandið öllu vel saman með sleif. Gott að láta laxhakkið hvíla á köldum stað í smá stund.
Því næst mótið jafnstórar bollur úr deiginu (gott að nota ísskeið). Hellið vel af olíu í djúpa pönnu (eða notið djúpsteikingarpott) og hitið. Þegar olían er tilbúin setjið þá bollurnar út í og passið að hafa bil á milli þannig að þær steikist jafnt á allar hliðar. Hér er mikilvægt að lækka hitann þannig að ekki brenni við á meðan á steikingu stendur.
Veiðið fiskilummurnar upp úr og leggjið á þerripappír sem drekkur í sig umfram olíu.
Thaisósa
(uppskriftin er úr Ketóflex 3-3-1 mataræðið eftir Þorbjörgu Hafsteins)
Innihald:
1 dl majónes
100 g 36% sýrður rjómi
100 g hnetusmjör
2 msk safi úr límónu eða sítrónu
1 msk sojasósa
1 tsk salt
½ tsk – 1 tsk chili malaður
1/2 tsk hvítlauksduft (upprunalega uppskriftin segir 1 rifið hvítlauksrif)
1 tsk rifin engiferrót
3 dropar stevía eða 2 tsk sukrin sætuefni (ég nota 2 msk Sukrin Gold)
½ tsk sesamolía (má sleppa)
Aðferð:
Öllu hrært saman, bragðbætt að vild með meira af salti, chili eða límónusafa.
Uppskrift frá Kryddhúsinu – www.kryddhus.is
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast