Smári Valtýr Sæbjörnsson
Tekjur Joe and the Juice jukust um 200 milljónir króna milli ára
Rekstrartekjur samstæðunar Joe Ísland, sem rekur veitingastaðina Joe and the Juice, námu 272,2 milljónum króna á síðasta ári. Tekjurnar jukust um 200 milljónir króna milli ára. Samstæðan hagnaðist um 18,1 milljón króna á árinu, samanborið við 2,8 milljón króna hagnað árið 2013.
Á árinu störfuðu að meðaltali 28 starfsmenn hjá samstæðunni og námu launagreiðslur samtals 88,0 milljónum króna. Launagreiðslur jukust um tæplega 65 milljónir milli ára. Eignir samstæðunar í árslok námu 193,7 milljónum króna, samkvæmt efnahagsreikningi. Eignirnar jukust um tæpar 60 milljónir milli ára. Eigið fé samstæðunar í árslok nam 85,3 milljónum króna. Hlutafé samstæðunar nam í árslok 70 milljónum króna. Ekki var greiddur arður til hluthafa á árinu 2015 vegna ársins 2014.
EBITDA fyrir árið 2014 nam 40 milljónum króna hjá samstæðunni, og 47 milljónum króna hjá móðurfélaginu (eigandi Joe Ísland-Laugar). EDBITDA móðurfélagsins hækkaði um tæpega 45 milljónir króna milli ára.
Greint frá á visir.is.
Mynd: Arnór Halldórsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






