Smári Valtýr Sæbjörnsson
Tekjur Joe and the Juice jukust um 200 milljónir króna milli ára
Rekstrartekjur samstæðunar Joe Ísland, sem rekur veitingastaðina Joe and the Juice, námu 272,2 milljónum króna á síðasta ári. Tekjurnar jukust um 200 milljónir króna milli ára. Samstæðan hagnaðist um 18,1 milljón króna á árinu, samanborið við 2,8 milljón króna hagnað árið 2013.
Á árinu störfuðu að meðaltali 28 starfsmenn hjá samstæðunni og námu launagreiðslur samtals 88,0 milljónum króna. Launagreiðslur jukust um tæplega 65 milljónir milli ára. Eignir samstæðunar í árslok námu 193,7 milljónum króna, samkvæmt efnahagsreikningi. Eignirnar jukust um tæpar 60 milljónir milli ára. Eigið fé samstæðunar í árslok nam 85,3 milljónum króna. Hlutafé samstæðunar nam í árslok 70 milljónum króna. Ekki var greiddur arður til hluthafa á árinu 2015 vegna ársins 2014.
EBITDA fyrir árið 2014 nam 40 milljónum króna hjá samstæðunni, og 47 milljónum króna hjá móðurfélaginu (eigandi Joe Ísland-Laugar). EDBITDA móðurfélagsins hækkaði um tæpega 45 milljónir króna milli ára.
Greint frá á visir.is.
Mynd: Arnór Halldórsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






