Smári Valtýr Sæbjörnsson
Tekjur Joe and the Juice jukust um 200 milljónir króna milli ára
Rekstrartekjur samstæðunar Joe Ísland, sem rekur veitingastaðina Joe and the Juice, námu 272,2 milljónum króna á síðasta ári. Tekjurnar jukust um 200 milljónir króna milli ára. Samstæðan hagnaðist um 18,1 milljón króna á árinu, samanborið við 2,8 milljón króna hagnað árið 2013.
Á árinu störfuðu að meðaltali 28 starfsmenn hjá samstæðunni og námu launagreiðslur samtals 88,0 milljónum króna. Launagreiðslur jukust um tæplega 65 milljónir milli ára. Eignir samstæðunar í árslok námu 193,7 milljónum króna, samkvæmt efnahagsreikningi. Eignirnar jukust um tæpar 60 milljónir milli ára. Eigið fé samstæðunar í árslok nam 85,3 milljónum króna. Hlutafé samstæðunar nam í árslok 70 milljónum króna. Ekki var greiddur arður til hluthafa á árinu 2015 vegna ársins 2014.
EBITDA fyrir árið 2014 nam 40 milljónum króna hjá samstæðunni, og 47 milljónum króna hjá móðurfélaginu (eigandi Joe Ísland-Laugar). EDBITDA móðurfélagsins hækkaði um tæpega 45 milljónir króna milli ára.
Greint frá á visir.is.
Mynd: Arnór Halldórsson

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas