Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Systurnar Lyia og Tsige opna nýjan Eþíópískan veitingastað á Skúlagötunni
Veitingastaðurinn Teni var opnaður í nóvember s.l. af systrunum Lyia Behaga og Tsige Behaga, en þær eru báðar eþíópískar og hefur Tsige m.a. rekið veitingaþjónustu undanfarin ár með eþíópískum mat.
Staðurinn er nefndur í höfuðið á móður þeirra en hún rekur einmitt veitingastað í Eþíópíu. Lögð er áhersla á að andi og menning Eþíópíu svífi yfir vötnum og að gestir fái að kynnast eþíópískri matarmenningu.
Maturinn er allur gerður frá grunni, og notast er við fjölda afurða sem sendar eru beint frá heimalandinu. Þar má nefna kryddtegundirnar berberi, lífrænt túrmerik og eþíópískan chillipipar. Einnig er borið fram sérstakt kryddsmjör, auk þess sem kaffið sem boðið er upp á er í eþíópískum stíl. Þá baka systurnar allar súrdeigspönnukökur og brauð sjálfar.
Teni er staðsettur á Skúlagötu 17 í Reykjavíkur og er opið mán-mið 11:30-21:00, fim-lau 11:30-22:00 og sun 17:00-21:00.
Myndir: teni.is og af facebook síðu Teni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið