Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Systurnar Lyia og Tsige opna nýjan Eþíópískan veitingastað á Skúlagötunni

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Teni

Veitingastaðurinn Teni var opnaður í nóvember s.l. af systrunum Lyia Behaga og Tsige Behaga, en þær eru báðar eþíópískar og hefur Tsige m.a. rekið veitingaþjónustu undanfarin ár með eþíópískum mat.

Staðurinn er nefndur í höfuðið á móður þeirra en hún rekur einmitt veitingastað í Eþíópíu. Lögð er áhersla á að andi og menning Eþíópíu svífi yfir vötnum og að gestir fái að kynnast eþíópískri matarmenningu.

Veitingastaðurinn Teni

Maturinn er allur gerður frá grunni, og notast er við fjölda afurða sem sendar eru beint frá heimaland­inu. Þar má nefna kryddtegundirnar berberi, lífrænt túrmerik og eþíópískan chillipipar. Einnig er borið fram sérstakt kryddsmjör, auk þess sem kaffið sem boðið er upp á er í eþíópískum stíl. Þá baka systurnar allar súrdeigspönnukökur og brauð sjálfar.

Teni er staðsettur á Skúlagötu 17 í Reykjavíkur og er opið mán-mið 11:30-21:00, fim-lau 11:30-22:00 og sun 17:00-21:00.

 

Myndir: teni.is og af facebook síðu Teni.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið