Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Systurnar Lyia og Tsige opna nýjan Eþíópískan veitingastað á Skúlagötunni
Veitingastaðurinn Teni var opnaður í nóvember s.l. af systrunum Lyia Behaga og Tsige Behaga, en þær eru báðar eþíópískar og hefur Tsige m.a. rekið veitingaþjónustu undanfarin ár með eþíópískum mat.
Staðurinn er nefndur í höfuðið á móður þeirra en hún rekur einmitt veitingastað í Eþíópíu. Lögð er áhersla á að andi og menning Eþíópíu svífi yfir vötnum og að gestir fái að kynnast eþíópískri matarmenningu.
Maturinn er allur gerður frá grunni, og notast er við fjölda afurða sem sendar eru beint frá heimalandinu. Þar má nefna kryddtegundirnar berberi, lífrænt túrmerik og eþíópískan chillipipar. Einnig er borið fram sérstakt kryddsmjör, auk þess sem kaffið sem boðið er upp á er í eþíópískum stíl. Þá baka systurnar allar súrdeigspönnukökur og brauð sjálfar.
Teni er staðsettur á Skúlagötu 17 í Reykjavíkur og er opið mán-mið 11:30-21:00, fim-lau 11:30-22:00 og sun 17:00-21:00.
Myndir: teni.is og af facebook síðu Teni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi