Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Svona lítur matseðillinn á Smurstöðinni út | 260 kílóa túnfiskur í Túna tartar

Birting:

þann

Bjarni Gunnar Kristinsson yfirkokkur á Hörpunni er hér ásamt starfsfólki Smurstöðvarinnar með 260 kg. túnfisk sem notaður verður í tilboði alla vikuna. Túna tartar með söl, brenndum túna bita, stökkum kartöflum og kryddjurta majó

Bjarni Gunnar Kristinsson yfirkokkur á Hörpunni er hér ásamt starfsfólki Smurstöðvarinnar með 260 kg. túnfisk sem notaður verður í tilboði alla vikuna.
Túna tartar með söl, brenndum túna bita, stökkum kartöflum og kryddjurta majó

Veitingastaðurinn Smurstöðin á fyrstu hæð í Hörpu opnaði 3. september s.l., þar sem áhersla er lögð á smurbrauð með nýnorrænu yfirbragði og íslenskt hráefni spilar stórt hlutverk.

Danski matreiðslumaðurinn Claus Meyer og hans starfsfólk kom að undirbúningi að Smurstöðinni sem ráðgjafi, en hugmyndafræðin á bak við staðinn er sótt til eins af veitingastöðum Claus í Kaupmannahöfn, Almanak.  Claus er t.a.m. einn af stofnendum Noma og seldi nær allan sinn hlut á sínum tíma til að stofna veitingastað í Central Station í New York.  Claus er með yfir 400 manns í vinnu í fjölmörgum fyrirtækjum og hefur skrifað fjórtán matreiðslubækur.

Ég rek mjög fjölbreytt fyrirtæki; veitingastaði á borð við Radio og Almanak, ég á enn 20 prósent hlut í Noma, kaffibrennslu, bakarí og delí, edikverksmiðju, sultuframleiðslu, hveitigerð, hótel, kokkaskóla fyrir börn og góðgerðarsamtök þar sem föngum er kennt að elda til að hvetja þá til að breyta um lífsstíl þegar þeir koma út. Síðan er ég með verkefni í Bólivíu.

, segir Claus í skemmtilegu viðtali við Fréttatímann.

pdf_icon  Smellið hér til að skoða matseðilinn.

 

Myndir: Bjarni

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið