Bjarni Gunnar Kristinsson
Svona lítur matseðillinn á Smurstöðinni út | 260 kílóa túnfiskur í Túna tartar

Bjarni Gunnar Kristinsson yfirkokkur á Hörpunni er hér ásamt starfsfólki Smurstöðvarinnar með 260 kg. túnfisk sem notaður verður í tilboði alla vikuna.
Túna tartar með söl, brenndum túna bita, stökkum kartöflum og kryddjurta majó
Veitingastaðurinn Smurstöðin á fyrstu hæð í Hörpu opnaði 3. september s.l., þar sem áhersla er lögð á smurbrauð með nýnorrænu yfirbragði og íslenskt hráefni spilar stórt hlutverk.
Danski matreiðslumaðurinn Claus Meyer og hans starfsfólk kom að undirbúningi að Smurstöðinni sem ráðgjafi, en hugmyndafræðin á bak við staðinn er sótt til eins af veitingastöðum Claus í Kaupmannahöfn, Almanak. Claus er t.a.m. einn af stofnendum Noma og seldi nær allan sinn hlut á sínum tíma til að stofna veitingastað í Central Station í New York. Claus er með yfir 400 manns í vinnu í fjölmörgum fyrirtækjum og hefur skrifað fjórtán matreiðslubækur.
Ég rek mjög fjölbreytt fyrirtæki; veitingastaði á borð við Radio og Almanak, ég á enn 20 prósent hlut í Noma, kaffibrennslu, bakarí og delí, edikverksmiðju, sultuframleiðslu, hveitigerð, hótel, kokkaskóla fyrir börn og góðgerðarsamtök þar sem föngum er kennt að elda til að hvetja þá til að breyta um lífsstíl þegar þeir koma út. Síðan er ég með verkefni í Bólivíu.
, segir Claus í skemmtilegu viðtali við Fréttatímann.
Smellið hér til að skoða matseðilinn.
Myndir: Bjarni
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk









