Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Svona lítur Hótel Húsafell út
Í byrjun júlí opnaði Hótel Húsafell og er hið glæsilegasta, en hótelið er fellt inn í landslag og skóginn og er staðsett á milli þjónustumiðstöðvar og sundlaugar á Húsafelli.
Hótelið er fjögurra stjarna og býður upp á 100 manna veitingastað, aðstöðu fyrir útvistafólk, þ.e. þurrkaðstöðu, geymslur fyrir skó og annan búnað. Á fyrstu hæð er útgangur að sundlauginni. Út frá þessari miðju eru gistiálmur með alls 36 rúmgóðum gistiherbergjum. Möguleiki er að bæta við svo þarna verði 50 herbergja hótel. Það var TÓ arkitektar sem sá um hönnun á hótelinu.
Enginn matseðill er aðgengilegur á vef Hótel Húsafells, en þar kemur fram að það er norræn matargerð sem ræður ríkjum með alþjóðlegum áhrifum. Á hótelinu er boðið upp á tvo veitingastaði með fjórum veitingasölum. . Boðið er upp á árstíðarbundinn matseðil enda er hráefnið allt saman ferskt héðan úr héraðinu.
Veitingastaðurinn er opinn frá 12:00 til 14:00 og 18:00 – 22:00. Barinn er opinn frá 11:00 til miðnættis.
Meðfylgjandi myndir eru af facebook síðu Hótel Húsafells.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins















