Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Svona lítur Hótel Húsafell út
Í byrjun júlí opnaði Hótel Húsafell og er hið glæsilegasta, en hótelið er fellt inn í landslag og skóginn og er staðsett á milli þjónustumiðstöðvar og sundlaugar á Húsafelli.
Hótelið er fjögurra stjarna og býður upp á 100 manna veitingastað, aðstöðu fyrir útvistafólk, þ.e. þurrkaðstöðu, geymslur fyrir skó og annan búnað. Á fyrstu hæð er útgangur að sundlauginni. Út frá þessari miðju eru gistiálmur með alls 36 rúmgóðum gistiherbergjum. Möguleiki er að bæta við svo þarna verði 50 herbergja hótel. Það var TÓ arkitektar sem sá um hönnun á hótelinu.
Enginn matseðill er aðgengilegur á vef Hótel Húsafells, en þar kemur fram að það er norræn matargerð sem ræður ríkjum með alþjóðlegum áhrifum. Á hótelinu er boðið upp á tvo veitingastaði með fjórum veitingasölum. . Boðið er upp á árstíðarbundinn matseðil enda er hráefnið allt saman ferskt héðan úr héraðinu.
Veitingastaðurinn er opinn frá 12:00 til 14:00 og 18:00 – 22:00. Barinn er opinn frá 11:00 til miðnættis.
Meðfylgjandi myndir eru af facebook síðu Hótel Húsafells.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Frétt5 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila
-
Keppni3 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Ítalskur matreiðslunemi tryggir sér sigur með íslenskum saltfiski
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis