Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Svona lítur Hótel Húsafell út

Birting:

þann

Hótel Húsafell

Í byrjun júlí opnaði Hótel Húsafell og er hið glæsilegasta, en hótelið er fellt inn í landslag og skóginn og er staðsett á milli þjónustumiðstöðvar og sundlaugar á Húsafelli.

Hótelið er fjögurra stjarna og býður upp á 100 manna veitingastað, aðstöðu fyrir útvistafólk, þ.e. þurrkaðstöðu, geymslur fyrir skó og annan búnað.  Á fyrstu hæð er útgangur að sundlauginni. Út frá þessari miðju eru gistiálmur með alls 36 rúmgóðum gistiherbergjum. Möguleiki er að bæta við svo þarna verði 50 herbergja hótel.  Það var TÓ arkitektar sem sá um hönnun á hótelinu.

Hótel Húsafell

Hótel Húsafell

Enginn matseðill er aðgengilegur á vef Hótel Húsafells, en þar kemur fram að það er norræn matargerð sem ræður ríkjum með alþjóðlegum áhrifum.  Á hótelinu er boðið upp á tvo veitingastaði með fjórum veitingasölum.  . Boðið er upp á árstíðarbundinn matseðil enda er hráefnið allt saman ferskt héðan úr héraðinu.

Veitingastaðurinn er opinn frá 12:00 til 14:00 og 18:00 – 22:00. Barinn er opinn frá 11:00 til miðnættis.

Meðfylgjandi myndir eru af facebook síðu Hótel Húsafells.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið