Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Svona lítur Hótel Húsafell út
Í byrjun júlí opnaði Hótel Húsafell og er hið glæsilegasta, en hótelið er fellt inn í landslag og skóginn og er staðsett á milli þjónustumiðstöðvar og sundlaugar á Húsafelli.
Hótelið er fjögurra stjarna og býður upp á 100 manna veitingastað, aðstöðu fyrir útvistafólk, þ.e. þurrkaðstöðu, geymslur fyrir skó og annan búnað. Á fyrstu hæð er útgangur að sundlauginni. Út frá þessari miðju eru gistiálmur með alls 36 rúmgóðum gistiherbergjum. Möguleiki er að bæta við svo þarna verði 50 herbergja hótel. Það var TÓ arkitektar sem sá um hönnun á hótelinu.
Enginn matseðill er aðgengilegur á vef Hótel Húsafells, en þar kemur fram að það er norræn matargerð sem ræður ríkjum með alþjóðlegum áhrifum. Á hótelinu er boðið upp á tvo veitingastaði með fjórum veitingasölum. . Boðið er upp á árstíðarbundinn matseðil enda er hráefnið allt saman ferskt héðan úr héraðinu.
Veitingastaðurinn er opinn frá 12:00 til 14:00 og 18:00 – 22:00. Barinn er opinn frá 11:00 til miðnættis.
Meðfylgjandi myndir eru af facebook síðu Hótel Húsafells.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?















