Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Svona lítur Hótel Húsafell út
Í byrjun júlí opnaði Hótel Húsafell og er hið glæsilegasta, en hótelið er fellt inn í landslag og skóginn og er staðsett á milli þjónustumiðstöðvar og sundlaugar á Húsafelli.
Hótelið er fjögurra stjarna og býður upp á 100 manna veitingastað, aðstöðu fyrir útvistafólk, þ.e. þurrkaðstöðu, geymslur fyrir skó og annan búnað. Á fyrstu hæð er útgangur að sundlauginni. Út frá þessari miðju eru gistiálmur með alls 36 rúmgóðum gistiherbergjum. Möguleiki er að bæta við svo þarna verði 50 herbergja hótel. Það var TÓ arkitektar sem sá um hönnun á hótelinu.
Enginn matseðill er aðgengilegur á vef Hótel Húsafells, en þar kemur fram að það er norræn matargerð sem ræður ríkjum með alþjóðlegum áhrifum. Á hótelinu er boðið upp á tvo veitingastaði með fjórum veitingasölum. . Boðið er upp á árstíðarbundinn matseðil enda er hráefnið allt saman ferskt héðan úr héraðinu.
Veitingastaðurinn er opinn frá 12:00 til 14:00 og 18:00 – 22:00. Barinn er opinn frá 11:00 til miðnættis.
Meðfylgjandi myndir eru af facebook síðu Hótel Húsafells.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði