Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Svona leit fyrsta jólahlaðborðið út á Hótel Ísafirði árið 1988

Birting:

þann

Ólafur Haralds starfaði með Þorsteini á Hótel Ísafirði

Ólafur Haralds starfaði með Þorsteini á Hótel Ísafirði

Þorsteinn F. Þráinsson matreiðslumeistari birti nú fyrir skömmu á facebook myndir af fyrsta jólahlaðborði á Hótel Ísafirði um árið 1988.

Við fjölskyldan fluttum vestur í byrjun september árið 1988 og ég hóf störf á Hótel Ísafirði. Það var síðan í desember sem ákveðið var að hafa jólahlaðborð sem voru að verða vinsæl í Reykjavík. Það voru allir að gefast upp á rúsínuáti í starfsmannaglöggi, þær fóru svo illa í hausinn á mönnum daginn eftir.

, sagði Þráinn hress aðspurður um hvers vegna að bjóða upp á jólahlaðborð en ekki hið vinsæla jólaglögg.

Jólahlaðborðið á Hótel Ísafirði árið 1988

Þorsteinn F. Þráinsson

Þorsteinn F. Þráinsson

Þetta var ákveðið með stuttum fyrirvara, auglýsing sett í bæjarblaðið Bæjarins Besta á miðvikudegi og svo var beðið eftir pöntunum. Það týndust nokkrir inn, tæplega 40 manns. Árið eftir voru haldin tvö jólahlaðborð og mig minnir að það hafi verið ca. 40 manns á hvoru.

Það var síðan árið 1990 sem töluverð aukning varð og mættu ca. 200 manns á jólahlaðborðið og svo jókst þetta koll af kolli og náði um 800-900 manns á 6-8 hlaðborðum, en það fór allt eftir því hvað margar helgar náðust á aðventunni.

….sagði Þorsteinn F. Þráinsson matreiðslumeistari og eigandi Muurikka að lokum í samtali við veitingageirinn.is.

 

Myndir úr safni Þorsteins og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið