Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sviðamessa Snæðingsins
Bjarni Geir Alfreðsson, betur þekktur sem Bjarni „snæðingur“ og honum til aðstoðar Snorri Birgir Snorrason matreiðslumeistari bjóða upp á glæsilega Sviðamessu föstudaginn 16. október næstkomandi í Víkinni, Sjómannasafninu. Veislustjórn og gamanmál annast höfðingjarnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall.
Það eru fáir sem hafa jafnmikla þekkingu á hefðbundnum íslensku mat en einmitt Bjarni Snæðingur, en meðal rétta eru:
- Mjöður og munngæti
- Soðin svið
- Reykt svið
- Sviðalappir
- Sviðasulta
- Reykt eistu
- Soðin eistu
- Fyllt hjörtu
- Blóðmör
- Lifrarpylsa
- Steik og nýrnapæ
- Uppstúfur
- Rófustappa
- Kartöflumús
- Eftirréttur að hætti Snæðingsins
6.900 kr fyrir manninn og húsið opnar kl. 19.00.
Allar nánari upplýsingar í síma 571 0960 og 853 8088.
Myndir af facebook síðu: Víkin
Útsýnið er dásamlegt frá Víkinni

-
Keppni1 dagur síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið