Vertu memm

Markaðurinn

Sveppir og sveppatínsla – Opið námskeið

Birting:

þann

Sveppir

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða sveppir henta ekki. Námskeiðið skiptist í tvennt, fyrri hlutinn er á formi fyrirlestra og sýnikennslu í greiningu og frágangi sveppa en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu.

Þátttakendur fara þá út ásamt kennara og fá aðstoð og kennslu í aðferðum sem notaðar eru til að tína matarsveppi. Þátttakendur fá þjálfun í að greina og hreinsa sveppi. Fjallað verður um helstu geymsluaðferðir sveppa og eins helstu nýtingarmöguleika.

Þátttakendur mæta í fatnaði sem hæfir veðri, taka með sér körfur eða fötur til að tína sveppina í, stækkunargler eða lúpur sem stækka 10-20x, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim. Þá viljum við benda á að mæta með nesti fyrir hádegismat og síðdegissnarl.

HVAR OG HVENÆR

DAGSETNING KENNT FRÁ TIL STAÐSETNING
27.08.2022 lau. 10:00 17:00 Landbúnaðarháskólinn í Keldnaholti

Skráning hér.

Mynd: úr safni

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið