Markaðurinn
Sveppir og sveppatínsla – Opið námskeið
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða sveppir henta ekki. Námskeiðið skiptist í tvennt, fyrri hlutinn er á formi fyrirlestra og sýnikennslu í greiningu og frágangi sveppa en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu.
Þátttakendur fara þá út ásamt kennara og fá aðstoð og kennslu í aðferðum sem notaðar eru til að tína matarsveppi. Þátttakendur fá þjálfun í að greina og hreinsa sveppi. Fjallað verður um helstu geymsluaðferðir sveppa og eins helstu nýtingarmöguleika.
Þátttakendur mæta í fatnaði sem hæfir veðri, taka með sér körfur eða fötur til að tína sveppina í, stækkunargler eða lúpur sem stækka 10-20x, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim. Þá viljum við benda á að mæta með nesti fyrir hádegismat og síðdegissnarl.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
27.08.2022 | lau. | 10:00 | 17:00 | Landbúnaðarháskólinn í Keldnaholti |
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt1 dagur síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé