Sverrir Halldórsson
Sumarferð Heilaheilla og Hjartaheilla | Hótel Edda Sælingsdal og Leifsbúð | Veitingarýni
Það var laugardagsmorguninn 9. júní sem lagt var af stað frá SÍBS húsinu í Síðumúla í ferð til að upplifa laxdælu í orði af Árna Björnssyni þjóðháttarfræðings, en hann er úr dalasýslunni sjálfur, mér hafði hálfpartinn kviðið fyrir að fara í ferð með Árna því hann á það til að detta í fortíðina sem hann fjallar um og gleyma stað og stund. Það voru 26 manns sem fóru í þessa ferð.
Við keyrðum sem leið lá í gegnum Borgarnes, yfir Bröttubrekku, niður í dalina og á því augnabliki var ég búinn að taka Árna í sátt og var gaman að sjá þessa hlið á honum og bara mjög skemmtilegt, næst var stoppað á Eiríksstöðum og hafði hann frá miklu að segja þar, það lá leiðin á Hótel Eddu Sælingsdal en þar skyldi hádegisverður snæddur.
Er við renndum í hlaðið stóð kokkurinn út á plani sallarrólegur, við göngum inn og fólk labbar um, fer á salernið og svo safnast hópurinn inn í salinn og sest. Brauð kemur á borðið og hverfur eins og dögg fyrir sólu, þá er beðið um meira og koma nokkrar körfur til viðbóta en svo segja stúlkurnar að það þurfi að baka meira og hurfu inn í eldhús, leið og beið og um 25 mínútum seinna kemur fiskurinn inn, og nær maður þá að biðja um gos með og þegar þær eru búnar að koma aðalréttinum yfir hverfa þær allar inn í eldhús, það hlýtur eitthvað æði spennandi að gerast inn í eldhúsinu.
Fiskurinn Bleikja með kartöflum og hrásalati, eins og sést á myndinni, hvernig tók það kokkinn yfir 30 mínútur að diska þennan rétt upp, það skil ég ekki, sá að einn bað um ábót en hann fékk ekki hana, svo komu dömurnar, en þær voru þrjár í salnum að hreinsa diska og hverfa síðan, svo eftir töluverðan tíma kemur eftirrétturinn inn og er það óhrært skyr sprautað ofan í glas með hálffrosnum bláberjum, maður þakkaði eiginlega fyrir að kokkurinn hafði orku til að taka smjörpappírinn utan af skyrinu.
Ég hef aldrei upplifað svona lélega þjónustu hjá Hótel Eddu og fann ég til með honum sem skipulagði ferðina, að lenda í svona, því það var klárlega ekki hans sök.
Hef ég grun um að flestir hafi farið út hálfsvangir og út í bíl og ferðinni haldið áfram á léttu nótunum með kallinn hann Árna í aðalhlutverkinu og brillerar alveg í frásögn og eitt sem vakti lukku, hann hefur húmor og það góðan.
Ekið var stór hringur, framhjá Nýp, Ytri Fagradal og komið aftur upp á þjóðveg við vegasjoppuna sem er skammt frá Þurranesi og alltaf kom fróðleikur frá Árna sem hæfði stað og stund, svo duttu inn gullmolar annað slagið og var hann passasamur að þegja stund og stund sem var alveg frábært.
Næst stoppuðum við í Búðardal í Leifsbúð þar var tekið vel á móti okkur, en eini gallinn var sá að það voru þrjár starfsstúlkur, ein sem að var jarðýta og á fullu og hinar tvær snérust bara í hringi sem seinkaði þjónustunni töluvert, en hafðist að lokum, fékk ég mér vöfflu með sultu og rjóma og bensín með og hvarf það eins og dögg fyrir sólu í hungraðan maga. Svo var lagt af stað í bæinn og komið í Síðumúlann um átta leitið, kvöddust allir og Árna sérstaklega fyrir skemmtilega frásögn í mjög svo skemmtilegum búningi og sjálfur Bjarni Eiríkur Sigurðsson, sagðist hafa lært mikið af Árna og þá er mikið sagt.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin