Markaðurinn
Súkkulaðigranóla með hreinni grískri jógúrt
Einfalt granóla sem allir ættu að prófa.
Innihald:
7 dl haframjöl
3 dl möndluflögur
1 1/2 dl kókosmjöl
1 dl hreint kakóduft
2 msk. hrásykur
smá klípa sjávarsalt
100 gr brætt smjör
2 msk. hlynsíróp
1 tsk. vanilluextract
2 dl súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði
Meðlæti:
hrein Léttmáls grísk jógúrt
ávextir og/eða ber að eigin vali
Aðferð:
- Hitið ofn í 130 gráður með blæstri.
- Hrærið öllum þurrefnum saman í skál.
- Bræðið smjörið í potti, takið af hitanum og hrærið vanillu og hlynsírópi saman við.
- Hellið smjörblöndunni yfir þurrefnin og blandið öllu vel saman.
- Leggið bökunarpappír í ofnskúffu og dreifið úr blöndunni.
- Bakið í ofni í eina klukkustund. Hrærið í blöndunni einu sinni til tvisvar yfir bökunartímann.
- Takið úr ofninum og dreifið súkkulaðinu strax yfir.
- Setjið til hliðar og látið kólna alveg.
- Geymist vel í lokaðri krukku í tvær vikur.
- Berið fram með hreinni Léttmáls grískri jógúrt og ávöxtum.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið