Markaðurinn
Súkkulaðigranóla með hreinni grískri jógúrt
Einfalt granóla sem allir ættu að prófa.
Innihald:
7 dl haframjöl
3 dl möndluflögur
1 1/2 dl kókosmjöl
1 dl hreint kakóduft
2 msk. hrásykur
smá klípa sjávarsalt
100 gr brætt smjör
2 msk. hlynsíróp
1 tsk. vanilluextract
2 dl súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði
Meðlæti:
hrein Léttmáls grísk jógúrt
ávextir og/eða ber að eigin vali
Aðferð:
- Hitið ofn í 130 gráður með blæstri.
- Hrærið öllum þurrefnum saman í skál.
- Bræðið smjörið í potti, takið af hitanum og hrærið vanillu og hlynsírópi saman við.
- Hellið smjörblöndunni yfir þurrefnin og blandið öllu vel saman.
- Leggið bökunarpappír í ofnskúffu og dreifið úr blöndunni.
- Bakið í ofni í eina klukkustund. Hrærið í blöndunni einu sinni til tvisvar yfir bökunartímann.
- Takið úr ofninum og dreifið súkkulaðinu strax yfir.
- Setjið til hliðar og látið kólna alveg.
- Geymist vel í lokaðri krukku í tvær vikur.
- Berið fram með hreinni Léttmáls grískri jógúrt og ávöxtum.
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir15 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu







