Markaðurinn
Súkkulaðigranóla með hreinni grískri jógúrt
Einfalt granóla sem allir ættu að prófa.
Innihald:
7 dl haframjöl
3 dl möndluflögur
1 1/2 dl kókosmjöl
1 dl hreint kakóduft
2 msk. hrásykur
smá klípa sjávarsalt
100 gr brætt smjör
2 msk. hlynsíróp
1 tsk. vanilluextract
2 dl súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði
Meðlæti:
hrein Léttmáls grísk jógúrt
ávextir og/eða ber að eigin vali
Aðferð:
- Hitið ofn í 130 gráður með blæstri.
- Hrærið öllum þurrefnum saman í skál.
- Bræðið smjörið í potti, takið af hitanum og hrærið vanillu og hlynsírópi saman við.
- Hellið smjörblöndunni yfir þurrefnin og blandið öllu vel saman.
- Leggið bökunarpappír í ofnskúffu og dreifið úr blöndunni.
- Bakið í ofni í eina klukkustund. Hrærið í blöndunni einu sinni til tvisvar yfir bökunartímann.
- Takið úr ofninum og dreifið súkkulaðinu strax yfir.
- Setjið til hliðar og látið kólna alveg.
- Geymist vel í lokaðri krukku í tvær vikur.
- Berið fram með hreinni Léttmáls grískri jógúrt og ávöxtum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði