Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sturlað stuð á Sushi Social í dag og kvöld
Carnivalkóngurinn Páll Óskar, Bríet, Birnir, DJ Dóra Júlía og Sammi og vinir sjá um tónlistina á Carnivali fyrir utan og inni á Sushi Social í kvöld. Herlegheitin byrja klukkan 16:00 með hressandi tónum, fríum drykkjum og atriðum frá Sirkus Íslands.
„Það verður glimmer, gleði og góðar víbrur í loftinu og öllum auðvitað frjálst að dansa og njóta lífsins. Spáin er góð og alltaf gott að klæða sig vel en svo er bara enn betra að klæða sig eftir skapi – að því gefnu að skapið sé gott og ég á ekki von á neinu öðru hjá viðstöddum í dag enda dagskráin hin glæsilegasta,“
segir DJ Dóra Júlía.
Það verður ekki einungis tónlist á boðstólum því Sigga Kling, Gógó Starr, Lalli töframaður og fleiri frábærir gestir verða á staðnum og Glimmerbarinn sér til þess að allir verði glitrandi og gordjöss.
„Þetta verður eitthvað svakalegt,“
segir Dóra.
Vinsælustu réttir og drykkir staðarins verða á sérstöku Carnivalverði í tilefni dagsins og allir vinir Sushi Social á Facebook fá frían drykk milli 16-17.
Hægt er að panta borð á heimasíðu Sushi Social eða í síma 568-6600.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta