Markaðurinn
Stökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
Bakaður Brie er eitt það allra besta og hér er klárlega búið að taka slíkt á næsta stig. Brie bitar sem búið er að velta upp úr pistasíuhjúp og steikja, toppað með rifsberjum og chili hunangi. Þetta er svo dásamlega gott og fullkomið fyrir næsta saumaklúbb, boð eða á aðventunni.
18 skammtar
2 stk. Bónda Brie
1 stk. egg
40 g panko raspur
50 g pistasíukjarnar
2 tsk. saxað ferskt rósmarín
1⁄2 tsk. salt
1⁄2 tsk. pipar
2 msk. chili hunang
rifsber
olía til steikingar
Skref 1
- Byrjið á því að skera rúnnaða hlutann af ostinum og útbúa ferhyrning úr honum.
- Skerið hvorn ost um sig í 9 bita svo úr verði 18 bitar samtals (gott að njóta afskurðarins með kexi og sultu á meðan bitarnir bíða í frystinum).
- Setjið bitana í frysti í 10-15 mínútur.
Skref 2
- Pískið egg í eina skál og saxið pistasíukjarnana smátt niður.
- Blandið raspi, pistasíum, rósmarín, salti og pipar saman í aðra skál (geymið smá pistasíur til að strá yfir í lokin).
- Takið bitana úr frystinum, veltið upp úr eggjablöndu og næst pistasíublöndu, endurtakið og hjúpið þannig hvern bita tvisvar, setjið aftur í frystinn í um 10 mínútur.
Skref 3
- Hitið olíu á lítilli pönnu og gott er að hún nái upp um 1 cm frá botninum, hafið á meðalháum hita.
- Steikið síðan hvern bita í um 1-2 mínútur á hvorri hlið eða þar til þeir gyllast að utan. Snúið varlega við með töng og leggið síðan á eldhúspappír til að fitan leki vel af þeim.
- Raðið síðan bitunum á disk og setjið chili hunang, rifsber og smá pistasíur yfir.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir – gottimatinn.is
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis






