Vertu memm

Uppskriftir

Sterk kjúklingasúpa

Birting:

þann

Sterk kjúklingasúpa

Sterk kjúklingasúpa

Fyrir ca 6.

4 st kjúklingabringur
3 msk olía
1 st rauðlaukur skorinn
150 gr gulrætur skornar
1 st paprika skorinn
4 st hvítlauksgeirar maukaðir
100 gr tómatpúrra
1 ltr vatn
500 gr maukaðir tómatar
100 gr hot salsa
2,5 dl rjómi
200 gr rjómaostur
200 gr rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá MS
½ tsk chili krydd
1 tsk karrý
2 tsk grænmetiskraftur

Aðferð
Kjúklingabringurnar kryddaðar og settar í ofninn á 170 gráður í ca 30 mín. Olían sett í pott ásamt lauk, papriku og gulrótum og látið mýkjast ásamt kryddi.

Tómatpúrrra, grænmetisteningum og vatni bætt útí ásamt maukuðu tómötum og salsa. Hitinn lækkaður og rjómanum ásamt rjómaosti bætt út í og osturinn leystur upp. Kjúklingabringurnar skornar í hæfilega bita og bætt út í ásamt soði af kjúklingabringum.

Gott er að hafa með þessu sýrðan rjóma, rifinn ost og Doridos.

Verði ykkur að góðu.

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.

Instagram: @EddiKokkur

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið