Uppskriftir
Sterk kjúklingasúpa
Fyrir ca 6.
4 st kjúklingabringur
3 msk olía
1 st rauðlaukur skorinn
150 gr gulrætur skornar
1 st paprika skorinn
4 st hvítlauksgeirar maukaðir
100 gr tómatpúrra
1 ltr vatn
500 gr maukaðir tómatar
100 gr hot salsa
2,5 dl rjómi
200 gr rjómaostur
200 gr rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá MS
½ tsk chili krydd
1 tsk karrý
2 tsk grænmetiskraftur
Aðferð
Kjúklingabringurnar kryddaðar og settar í ofninn á 170 gráður í ca 30 mín. Olían sett í pott ásamt lauk, papriku og gulrótum og látið mýkjast ásamt kryddi.
Tómatpúrrra, grænmetisteningum og vatni bætt útí ásamt maukuðu tómötum og salsa. Hitinn lækkaður og rjómanum ásamt rjómaosti bætt út í og osturinn leystur upp. Kjúklingabringurnar skornar í hæfilega bita og bætt út í ásamt soði af kjúklingabringum.
Gott er að hafa með þessu sýrðan rjóma, rifinn ost og Doridos.
Verði ykkur að góðu.
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.
Instagram: @EddiKokkur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?







