Uppskriftir
Sterk kjúklingasúpa
Fyrir ca 6.
4 st kjúklingabringur
3 msk olía
1 st rauðlaukur skorinn
150 gr gulrætur skornar
1 st paprika skorinn
4 st hvítlauksgeirar maukaðir
100 gr tómatpúrra
1 ltr vatn
500 gr maukaðir tómatar
100 gr hot salsa
2,5 dl rjómi
200 gr rjómaostur
200 gr rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá MS
½ tsk chili krydd
1 tsk karrý
2 tsk grænmetiskraftur
Aðferð
Kjúklingabringurnar kryddaðar og settar í ofninn á 170 gráður í ca 30 mín. Olían sett í pott ásamt lauk, papriku og gulrótum og látið mýkjast ásamt kryddi.
Tómatpúrrra, grænmetisteningum og vatni bætt útí ásamt maukuðu tómötum og salsa. Hitinn lækkaður og rjómanum ásamt rjómaosti bætt út í og osturinn leystur upp. Kjúklingabringurnar skornar í hæfilega bita og bætt út í ásamt soði af kjúklingabringum.
Gott er að hafa með þessu sýrðan rjóma, rifinn ost og Doridos.
Verði ykkur að góðu.
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.
Instagram: @EddiKokkur

-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag