Uppskriftir
Sterk kjúklingasúpa
Fyrir ca 6.
4 st kjúklingabringur
3 msk olía
1 st rauðlaukur skorinn
150 gr gulrætur skornar
1 st paprika skorinn
4 st hvítlauksgeirar maukaðir
100 gr tómatpúrra
1 ltr vatn
500 gr maukaðir tómatar
100 gr hot salsa
2,5 dl rjómi
200 gr rjómaostur
200 gr rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá MS
½ tsk chili krydd
1 tsk karrý
2 tsk grænmetiskraftur
Aðferð
Kjúklingabringurnar kryddaðar og settar í ofninn á 170 gráður í ca 30 mín. Olían sett í pott ásamt lauk, papriku og gulrótum og látið mýkjast ásamt kryddi.
Tómatpúrrra, grænmetisteningum og vatni bætt útí ásamt maukuðu tómötum og salsa. Hitinn lækkaður og rjómanum ásamt rjómaosti bætt út í og osturinn leystur upp. Kjúklingabringurnar skornar í hæfilega bita og bætt út í ásamt soði af kjúklingabringum.
Gott er að hafa með þessu sýrðan rjóma, rifinn ost og Doridos.
Verði ykkur að góðu.
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.
Instagram: @EddiKokkur

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum