Markaðurinn
Steikarsamloka með sinnepssósu, pikkluðum rauðlauk og marmara
Við kynnum til leiks Marmara. Marmari er tvílitur og töfrandi cheddar ostur sem setur skemmtilegan svip á ostafjölskylduna.
Marmari er þéttur í sér, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur á bragðið með vott af beikon- og kryddjurtarbragði, fullkominn í matargerð.
Steikarsamloka með sinnepssósu, pikkluðum rauðlauk og marmara
(Fyrir tvo)
250 g nautasteik elduð eftir smekk
Marmari frá Ostakjallaranum
Grænt salat
Baguette brauð
Fyrir pikklaðan rauðlauk:
1 rauðlaukur
1 dl hvítvínsedik
½ dl heitt vatn
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
Sinnepssósa:
3 msk. 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. ólífuolía
1 msk. hunang
1 msk. dijon sinnep
1 msk. sætt sinnep
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Byrjið á að gera pikklaðan rauðlauk. Sneiðið laukinn mjög þunnt, setjið í skál og bætið restinni af hráefnunum saman við. Látið liggja við stofuhita í hálftíma.
- Gerið því næst sinnepssósuna. Pískið öllum innihaldsefnum saman í skál og smakkið til.
- Kljúfið baguette brauðið í tvennt og leggið sneiðar af marmara ofan á hvorn helming. Hitið ofn á grillstillingu og setjið sneiðarnar undir grillið þar til osturinn bráðnar. Fylgist með brauðinu allan tímann, þetta tekur u.þ.b 3-5 mínútur.
- Sneiðið nautasteikina eins þunnt og þið getið og setjið samlokuna saman. Leggið kjöt ofan á ostaþakið brauðið, því næst vel af grænu salati, pikkluðum lauk og nóg af sinnepssósunni og leggið svo hinn helminginn af ostabrauði ofan á. Berið fram strax.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn







