Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Stefnir á að opna nýjan veitingastað fyrir jól
„Ef þetta tekst erum við að vonast til að ná traffíkinni um jólin,“
segir Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs í samtali við Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til nýbyggingarinnar við Klapparstíg þar sem Skelfiskmarkaðurinn var áður til húsa. Að hans sögn hafa viðræður við nokkra aðila runnið út í sandinn. Vonir standa þó til að gengið verði frá samningum við nýjan rekstraraðila á næstunni, en aðspurður segist Pálmar ekki vilja gefa upp um hvern ræðir.
„Þessir aðilar sem áður voru í viðræðum eru dottnir út. Við erum núna í viðræðum við aðila sem lítið er hægt að segja um áður en eitthvað verður úr því,“
segir Pálmar og bætir við að lögð sé áhersla á að fá inn vana rekstraraðila. Þar skipti ekki öllu hvort viðkomandi hafi áður staðið í veitingarekstri.
„Hann er ekki með veitingastaði í rekstri en er hins vegar með rekstur sem tengist þessu aðeins. Við höfum viljað fá inn rekstrarmenn sem ætla sér að vera á gólfinu,“
segir Pálmar í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: facebook / Skelfiskmarkaðurinn
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Uppskriftir7 klukkustundir síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac