Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Stærsta hótel landsins rís við Höfðatorg
Gengið hefur verið frá fjármögnun á byggingu stærsta hótels landsins en það mun rísa á Höfðatorgi við Borgartún. Um er að ræða átta milljarða króna fjárfestingu en Íslandshótel munu annast rekstur hótelsins. Íslandsbanki mun fjármagna bygginguna og Eykt framkvæmdirnar.
Að sögn Péturs Guðmundssonar, forstjóra Eyktar, var fjármögnunarsamningurinn undirritaður í morgun og er jarðvegsvinna þegar hafin. Um er að ræða gríðarlega stórt verkefni en fyrirhugað er að hótelið verði rúmir 17 þúsund fermetrar að stærð, á 16 hæðum með 342 herbergjum, að því er fram kemur á mbl.is.
Íslandshótel er móðurfyrirtæki Fosshótela, Grand hótel, Reykjavík Centrum og Hótel Reykjavík.
Mynd: eykt.is

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni