Markaðurinn
Staðráðnir í því að mæta aftur í heimeistarakeppnina og komast þá á pall – Nýr hlaðvarpsþáttur frá Iðunni
Landslið kjötiðnaðarmanna er nýkomið heim frá lærdómsríkri keppni í Sacaramento.
„Markmiðið með landsliðinu er að gera kjötiðnaðarfólk sýnilegra“
segir Jón Gísli Jónsson landsliðamaður í kjötskurði, í nýjasta hlaðvarpsþætti Iðunnar, nýkominn heim frá sinni fyrstu alþjóðlegu keppni með liðinu. Það er skipað okkar færustu kjötiðnaðarmönnum. Fyrirliði hópsins er Friðrik Þór Erlingsson en ásamt honum og Jóni eiga þar sæti Kristján Hallur Leifsson, útlitshönnuður, Jóhann Sigurbjarnarson, sem sér um fyllingar og skreytingar, Róbert Skarphéðinsson, sérfræðingur úrbeiningu og síðast en ekki síst Bjarki Freyr Sigurjónsson pylsugerðarmaður.
Ísland var eina Norðurlandaþjóðin í þetta skiptið en alls tóku 13 þjóðir þátt í keppninni sem var öll hin glæsilegasta. Þýskaland stóð uppi sem sigurvegari en okkar menn eru staðráðnir í því að mæta aftur og komast þá á pall.
Sjá einnig: Þýskaland heimsmeistarar í kjötskurði 2022
Mikill tími hefur farið í undirbúning því upphaflega átti keppnin að fara fram árið 2020. Fyrr á því ári hafði liðið att kappi við landslið Íra sem voru á þeim tíma ríkjandi heimsmeistarar og var íslenska liðið glettilega nálægt þeim að stigum.
„Eftir þá keppni vorum við bara með kassann úti og egóið í botni,“
segir Jón Gísli og bætir við:
„Þarna vorum við kláralega reddý í keppni“
Hráefnin sem þeir fengu í keppninni voru ½ naut, ½ svín, 1 lamb og 5 kjúklingar. Gísli nefnir sérstaklega að áferðin á kjötinu hafi verið sérkennileg og allt öðruvísi en íslenskt hráefni, þeir hafi þó verið með sín eigin áhöld sem er alger nauðsyn í keppni sem þessari.
Þemað hjá landsliðinu var Eldgosið í Meradölum og var dæmt út frá samvinnu, vinnubrögðum, nýtingu, frumleika og hreinlæti.
Jón Gísli heldur úti mjög fræðandi og skemmtilegum Instagram reikningi sem við hvetjum alla til að kynna sér. Áhugasamir geta smellt hér.
Sæbjörg Rut Guðmundsdóttir stýrir þættinum, þar sem rætt er um Landslið Kjötiðnaðarmanna:
Allar fréttir um Landslið Kjötiðnaðarmanna hér.
Mynd: aðsend / Jóhannes Geir Númason

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?