Uppskriftir
Spaghetti Carbonara
Fyrir 4
Spaghetti Carbonara er ljúffengur og auðveldur réttur sem inniheldur í rauninni bara beikon, egg og pasta. Rétturinn kemur upphaflega frá Apennine-hæðum Mið-Ítalíu nálægt Róm.
2 handfylli spaghetti
4 stór egg
8 sneiðar beikon, pansetta eða beikon í bitum
1/2 bolli ferskur rifinn Parmigiano- Reggiano
1/2 bolli ferskur rifinn ostur, t.d. brauðostur eða jafnvel ítalskur sauðostur
Ferskur malaður svartur pipar
Sjávarsalt
Sjóðið 3 lítra af ríkulega söltuðu vatni (það ætti að smakkast eins og hafið) og látið sjóða. Bætið spaghettí og eldið í um 8 til 10 mínútur eða þar til „al dente“. Þegar pasta er gert, geymið 1/2 bolla af vatni, sigtið og kælið.
Þegar pasta er eldað, hitið stóra pönnu yfir miðlungshita. Bætið beikoni og eldið í um 3 mínútur eða þar til kjötið er stökkt og gullið. Þeytið egg og ost vel saman í skál.
Setjið geymda pastavatnið í pönnuna. Bætið í spaghettí og hristið pönnu yfir hitanum í nokkrar sekúndur þar til pastað er heitt.
Fjarlægið pönnuna af hitanum og bætið í eggjablöndu og hrærið fljótt þar til eggin þykkna. Ef sósan virðist of þykk, þynnið þá með smá pastavatni.( það er mjög salt).
Kryddið vel með svörtum pipar.
Gæti þurft að spara saltið. Skiptið pasta í skálar og framreiðið strax.
Mynd og höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?