Uppskriftir
Spaghetti Carbonara
Fyrir 4
Spaghetti Carbonara er ljúffengur og auðveldur réttur sem inniheldur í rauninni bara beikon, egg og pasta. Rétturinn kemur upphaflega frá Apennine-hæðum Mið-Ítalíu nálægt Róm.
2 handfylli spaghetti
4 stór egg
8 sneiðar beikon, pansetta eða beikon í bitum
1/2 bolli ferskur rifinn Parmigiano- Reggiano
1/2 bolli ferskur rifinn ostur, t.d. brauðostur eða jafnvel ítalskur sauðostur
Ferskur malaður svartur pipar
Sjávarsalt
Sjóðið 3 lítra af ríkulega söltuðu vatni (það ætti að smakkast eins og hafið) og látið sjóða. Bætið spaghettí og eldið í um 8 til 10 mínútur eða þar til „al dente“. Þegar pasta er gert, geymið 1/2 bolla af vatni, sigtið og kælið.
Þegar pasta er eldað, hitið stóra pönnu yfir miðlungshita. Bætið beikoni og eldið í um 3 mínútur eða þar til kjötið er stökkt og gullið. Þeytið egg og ost vel saman í skál.
Setjið geymda pastavatnið í pönnuna. Bætið í spaghettí og hristið pönnu yfir hitanum í nokkrar sekúndur þar til pastað er heitt.
Fjarlægið pönnuna af hitanum og bætið í eggjablöndu og hrærið fljótt þar til eggin þykkna. Ef sósan virðist of þykk, þynnið þá með smá pastavatni.( það er mjög salt).
Kryddið vel með svörtum pipar.
Gæti þurft að spara saltið. Skiptið pasta í skálar og framreiðið strax.
Mynd og höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði