Uppskriftir
Sörur með hnetusmjörsfyllingu
Hráefni:
3 stk eggjahvítur
3 dl flórsykur
4 dl rice krispís
Aðferð:
Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar. Bætið flórsykrinum smátt og smátt saman við. Blandið rice krispísinu svo saman við með sleikju í lokin. Setjið með tsk á smjörpappír (gott að smyrja hann aukalega með smjöri svo auðveldara sé að ná kökunum af) og bakið við 180 gráður í 8 mínútur.
Hráefni:
4 stk eggjarauður
200 g mjúkt smjör
1/2 dl sýróp
1 msk kakóduft
1 msk sterkt kaffi
120 g Creamy hnetusmjör
Aðferð:
Þeytið rauðurnar í hrærivél. Hellið sýrópinu í mjórri bunu út í hægt og rólega. Þeytið þar til rauðurnar eru dáltið stífar.
Skerið smjörið í litla kubba og bætið rólega útí en þeytið áfram á fullu. Bætið svo kakóinu og kaffinu út í í lokin og þeytið alveg í 10 mínútur áfram þar til kremið er létt. Bætið hnetusmjörinu út í og þeytið áfram.
Smyrjið kreminu á kalda botnana, kælið Bertrurnar og dýfið svo toppnum upp úr bræddu rjómasúkkulaði
Mynd og höfundur: Hrefna Sætran

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?