Uppskriftir
Sörur með hnetusmjörsfyllingu
Hráefni:
3 stk eggjahvítur
3 dl flórsykur
4 dl rice krispís
Aðferð:
Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar. Bætið flórsykrinum smátt og smátt saman við. Blandið rice krispísinu svo saman við með sleikju í lokin. Setjið með tsk á smjörpappír (gott að smyrja hann aukalega með smjöri svo auðveldara sé að ná kökunum af) og bakið við 180 gráður í 8 mínútur.
Hráefni:
4 stk eggjarauður
200 g mjúkt smjör
1/2 dl sýróp
1 msk kakóduft
1 msk sterkt kaffi
120 g Creamy hnetusmjör
Aðferð:
Þeytið rauðurnar í hrærivél. Hellið sýrópinu í mjórri bunu út í hægt og rólega. Þeytið þar til rauðurnar eru dáltið stífar.
Skerið smjörið í litla kubba og bætið rólega útí en þeytið áfram á fullu. Bætið svo kakóinu og kaffinu út í í lokin og þeytið alveg í 10 mínútur áfram þar til kremið er létt. Bætið hnetusmjörinu út í og þeytið áfram.
Smyrjið kreminu á kalda botnana, kælið Bertrurnar og dýfið svo toppnum upp úr bræddu rjómasúkkulaði
Mynd og höfundur: Hrefna Sætran
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays







