Uppskriftir
Sörur með hnetusmjörsfyllingu
Hráefni:
3 stk eggjahvítur
3 dl flórsykur
4 dl rice krispís
Aðferð:
Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar. Bætið flórsykrinum smátt og smátt saman við. Blandið rice krispísinu svo saman við með sleikju í lokin. Setjið með tsk á smjörpappír (gott að smyrja hann aukalega með smjöri svo auðveldara sé að ná kökunum af) og bakið við 180 gráður í 8 mínútur.
Hráefni:
4 stk eggjarauður
200 g mjúkt smjör
1/2 dl sýróp
1 msk kakóduft
1 msk sterkt kaffi
120 g Creamy hnetusmjör
Aðferð:
Þeytið rauðurnar í hrærivél. Hellið sýrópinu í mjórri bunu út í hægt og rólega. Þeytið þar til rauðurnar eru dáltið stífar.
Skerið smjörið í litla kubba og bætið rólega útí en þeytið áfram á fullu. Bætið svo kakóinu og kaffinu út í í lokin og þeytið alveg í 10 mínútur áfram þar til kremið er létt. Bætið hnetusmjörinu út í og þeytið áfram.
Smyrjið kreminu á kalda botnana, kælið Bertrurnar og dýfið svo toppnum upp úr bræddu rjómasúkkulaði
Mynd og höfundur: Hrefna Sætran
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







