Markaðurinn
Sölufélag garðyrkjumanna og Klúbbur matreiðslumeistara endurnýja samning
Sem betur fer sjá Íslenskir framleiðendur sér hag í því að vinna með Klúbbi matreiðslumeistara og Kokkalandsliðinu. Sölufélag garðyrkjumann hefur í langan tíma verið einn af samstarfsaðilum KM og styrkt Kokkalandsliðið við æfingar og keppni.
Það var ánægjuleg stund þegar Rafn Heiðar Ingólfsson stjórnarmaður í KM, Þórir Erlingsson, Forseti KM og Kristín Linda Sveinsdóttir markaðstjóri SFG skrifuðu undir nýjan samning nýlega eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Sölufélag garðyrkjumanna var stofnað 1940 og er alfarið í eigu garðyrkjubænda. Fyrirtækið kemur á beinu sambandi milli bænda og neytenda. Bændurnir okkar fá að einbeita sér að því sem þeir gera best á meðan Sölufélagið tekur að sér dreifingu, pökkun, merkingu, flutning og kynningarstarf.
SFG hefur byggt upp skilvirkt kerfi sem heldur utan um gæðastjórn, kynningarstarf og dreifingu. Þetta öfluga markaðskerfi skilar 90% af heildsöluverði vörunnar til grænmetisbænda.
Sölufélagið tekur við uppskeru frá bændum og kemur henni ferskri og safaríkri til neytenda, ýmist gegnum öflugt dreifikerfi til verslana eða með þjónustu félagsins við stóreldhús, mötuneyti og salatbari. Með þessu móti hefur félagið skilað bændum betri nýtingu á afurðum og jafnframt lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn matarsóun.
Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið er stolt af samstarfi sínu við Sölufélag Garðyrkjumanna.
Mynd: facebook / Kokkalandsliðið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni1 dagur síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann