Markaðurinn
Sölufélag garðyrkjumanna og Klúbbur matreiðslumeistara endurnýja samning

Rafn Heiðar Ingólfsson stjórnarmaður í KM, Kristín Linda Sveinsdóttir markaðstjóri SFG og Þórir Erlingsson, Forseti KM
Sem betur fer sjá Íslenskir framleiðendur sér hag í því að vinna með Klúbbi matreiðslumeistara og Kokkalandsliðinu. Sölufélag garðyrkjumann hefur í langan tíma verið einn af samstarfsaðilum KM og styrkt Kokkalandsliðið við æfingar og keppni.
Það var ánægjuleg stund þegar Rafn Heiðar Ingólfsson stjórnarmaður í KM, Þórir Erlingsson, Forseti KM og Kristín Linda Sveinsdóttir markaðstjóri SFG skrifuðu undir nýjan samning nýlega eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Sölufélag garðyrkjumanna var stofnað 1940 og er alfarið í eigu garðyrkjubænda. Fyrirtækið kemur á beinu sambandi milli bænda og neytenda. Bændurnir okkar fá að einbeita sér að því sem þeir gera best á meðan Sölufélagið tekur að sér dreifingu, pökkun, merkingu, flutning og kynningarstarf.
SFG hefur byggt upp skilvirkt kerfi sem heldur utan um gæðastjórn, kynningarstarf og dreifingu. Þetta öfluga markaðskerfi skilar 90% af heildsöluverði vörunnar til grænmetisbænda.
Sölufélagið tekur við uppskeru frá bændum og kemur henni ferskri og safaríkri til neytenda, ýmist gegnum öflugt dreifikerfi til verslana eða með þjónustu félagsins við stóreldhús, mötuneyti og salatbari. Með þessu móti hefur félagið skilað bændum betri nýtingu á afurðum og jafnframt lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn matarsóun.
Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið er stolt af samstarfi sínu við Sölufélag Garðyrkjumanna.
Mynd: facebook / Kokkalandsliðið
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?





