Markaðurinn
Sölufélag garðyrkjumanna og Klúbbur matreiðslumeistara endurnýja samning

Rafn Heiðar Ingólfsson stjórnarmaður í KM, Kristín Linda Sveinsdóttir markaðstjóri SFG og Þórir Erlingsson, Forseti KM
Sem betur fer sjá Íslenskir framleiðendur sér hag í því að vinna með Klúbbi matreiðslumeistara og Kokkalandsliðinu. Sölufélag garðyrkjumann hefur í langan tíma verið einn af samstarfsaðilum KM og styrkt Kokkalandsliðið við æfingar og keppni.
Það var ánægjuleg stund þegar Rafn Heiðar Ingólfsson stjórnarmaður í KM, Þórir Erlingsson, Forseti KM og Kristín Linda Sveinsdóttir markaðstjóri SFG skrifuðu undir nýjan samning nýlega eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Sölufélag garðyrkjumanna var stofnað 1940 og er alfarið í eigu garðyrkjubænda. Fyrirtækið kemur á beinu sambandi milli bænda og neytenda. Bændurnir okkar fá að einbeita sér að því sem þeir gera best á meðan Sölufélagið tekur að sér dreifingu, pökkun, merkingu, flutning og kynningarstarf.
SFG hefur byggt upp skilvirkt kerfi sem heldur utan um gæðastjórn, kynningarstarf og dreifingu. Þetta öfluga markaðskerfi skilar 90% af heildsöluverði vörunnar til grænmetisbænda.
Sölufélagið tekur við uppskeru frá bændum og kemur henni ferskri og safaríkri til neytenda, ýmist gegnum öflugt dreifikerfi til verslana eða með þjónustu félagsins við stóreldhús, mötuneyti og salatbari. Með þessu móti hefur félagið skilað bændum betri nýtingu á afurðum og jafnframt lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn matarsóun.
Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið er stolt af samstarfi sínu við Sölufélag Garðyrkjumanna.
Mynd: facebook / Kokkalandsliðið
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir22 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu





