Viðtöl, örfréttir & frumraun
Smjörbaðaðar kótilettur fyrir 350 gesti – Myndir
Í tilefni Alþjóðlega kokkadagsins mættu félagar í Klúbbi matreiðslumeistara á Kótilettukvöld Samhjálpar, þar sem þeir steiktu og framreiddu ljúffengar smjörbaðaðar kótilettur fyrir um 350 gesti. Stemningin var einstök og troðfullt út úr dyrum, enda komust færri að en vildu. Fjölmargir félagar í Klúbbnum lögðu hönd á plóg og tóku þátt í kvöldinu, og eru skipuleggjendur afar þakklátir öllum sem lögðu sitt af mörkum.
Félagar í Klúbbi matreiðslumeistara hafa um árabil verið fastir gestir á Kótilettukvöldi Samhjálpar og framreitt sínar þekktu kótilettur með öllu tilheyrandi. Þessi árlega viðburður hefur lengi verið kærkomin hefð og jafnframt mikilvæg fjáröflun fyrir Samhjálp, sem rekur meðferðarstofnun, áfangaheimili og kaffistofu fyrir þá sem minna mega sín. Á kaffistofunni eru daglega framreiddar yfir 300 máltíðir, þar sem allir eru velkomnir að setjast að borði.
Alþjóðlegi kokkadagurinn, sem haldinn er hátíðlegur 20. október ár hvert, sameinar þúsundir matreiðslumanna um allan heim sem leggja sitt af mörkum í samfélags- og góðgerðaverkefnum. Þemað í ár var tileinkað börnum og ungu fólki, með það að markmiði að hvetja þau til að uppgötva gleðina við matargerð, mikilvægi hollustu og gildi sjálfbærni.
Með því að vinna með ferskt, staðbundið og árstíðabundið hráefni vilja kokkar um heim allan kveikja forvitni og sköpunargleði í eldhúsinu. Í sama anda var framlag Klúbbs matreiðslumeistara að þessu sinni þátttaka á Kótilettukvöldi Samhjálpar, þar sem félagsmenn sýndu í verki samstöðu, hlýju og samfélagslega ábyrgð á diski sem bragðaði jafn vel og hann hljómaði.
Myndir: Klúbbur matreiðslumeistara
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni7 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis






















