Viðtöl, örfréttir & frumraun
SMAG PÅ KUNSTEN 2009 hluti 1; Listin smökkuð til
Um nýliðna helgi héldu landsliðsmennirnir Þráinn Freyr Vigfússon, Jóhannes Steinn Jóhannesson, Viktor Örn Andrésson, Ómar Stefánsson og Steinn Óskar Sigurðsson til Árósa í Danmörku til að taka þátt í sýningunni Smag på kunsten, Bragðað á listinni. Markmið sýningarinnar er að færa hefðbundna listsköpun og matreiðslu saman. Matargerð er jú list og öll listsköpun er undir áhrifum frá annari. Blaðamaður Freistingar gerði sér ferð til Árósa og mælti sér mót við strákana þar sem þeir voru að koma sér fyrir í Tónlistarhúsi Áræsinga, um það bil að hefjast handa við spennandi verkefni.
Landsliðið fékk það verkefni að starfa með tveimur listamönnum, málara og skúlpturista í tvo tíma og áttu allir að skapa eitthvað á þeim tíma og sækja áhrif hver til annars. Þannig verður listinn matur, maturinn list og útkoman oft bæði skemmtileg og skrautleg. Strákarnir elduðu sandhverfu og notuðust að auki við garnish frá forréttinum úr galaveislunni sem halda átti um kvöldið en renndu sér að öðruleiti blint í sjóinn með glæsilegri útkomu.
Fleira tengt efni: Af striga á disk
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði