Viðtöl, örfréttir & frumraun
SMAG PÅ KUNSTEN 2009 hluti 1; Listin smökkuð til
Um nýliðna helgi héldu landsliðsmennirnir Þráinn Freyr Vigfússon, Jóhannes Steinn Jóhannesson, Viktor Örn Andrésson, Ómar Stefánsson og Steinn Óskar Sigurðsson til Árósa í Danmörku til að taka þátt í sýningunni Smag på kunsten, Bragðað á listinni. Markmið sýningarinnar er að færa hefðbundna listsköpun og matreiðslu saman. Matargerð er jú list og öll listsköpun er undir áhrifum frá annari. Blaðamaður Freistingar gerði sér ferð til Árósa og mælti sér mót við strákana þar sem þeir voru að koma sér fyrir í Tónlistarhúsi Áræsinga, um það bil að hefjast handa við spennandi verkefni.
Landsliðið fékk það verkefni að starfa með tveimur listamönnum, málara og skúlpturista í tvo tíma og áttu allir að skapa eitthvað á þeim tíma og sækja áhrif hver til annars. Þannig verður listinn matur, maturinn list og útkoman oft bæði skemmtileg og skrautleg. Strákarnir elduðu sandhverfu og notuðust að auki við garnish frá forréttinum úr galaveislunni sem halda átti um kvöldið en renndu sér að öðruleiti blint í sjóinn með glæsilegri útkomu.
Fleira tengt efni: Af striga á disk

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics