Frétt
Skin og skúrir í veitingabransanum
Mikil þensla hefur verið í veitingabransanum á síðustu misserum þar sem ný hótel og veitingahús spretta upp eins og gorkúlur. Á meðan það gengur vel hjá hótelum og veitingastöðum þá eru aðrir sem þurfa að berjast í bökkum.
Fróðir menn í veitingabransanum segja að nýir veitingastaðir skipta um kennitölu innan við þriggja ára frá opnun þeirra eða um 90% veitingahúsa.
Yfirvöld hafa margoft neitað leyfi fyrir hótel og veitingahús á ákveðnum stöðum í Reykjavík, en stefna Reykjavíkurborgar um veitinga- og gististaði er hægt að lesa nánar hér, sem birt var á vef reykjavik.is, 21. júní 2017.
Hagnaður af rekstri
Það er alltaf gaman að heyra þegar vel gengur hjá hótelum og veitingastöðum og til að mynda veitingastaðurinn Austurlandahraðlestin, sem sérhæfir sig í indverskri matargerð, hagnaðist um 25,4 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 20,7 milljóna króna hagnað árið áður að því er fram kemur í vef Viðskiptablaðsins.
Reksturinn gengur vel hjá Íslandshótelum að því er fram kemur á mbl.is, en Íslandshótel skiluðu 293 milljóna króna hagnaði af rekstri samstæðunnar fyrstu 6 mánuði ársins.
Ársreikningur Brauðs og co ehf. sýnir að umsvif félagsins jukust töluvert á síðasta ári. Heildarvelta bakarísins nam 409,8 milljónum króna árið 2017 sem er 98% meira en árið á undan. Hagnaður lækkaði lítillega á milli ára; var 24,6 milljónir árið 2017 en 27 milljónir árið 2016.
Hótel og veitingastaðir hætta rekstri
Veitingastaðurinn Nora lokaði í byrjun ágúst og hafa nýir aðilar tekið við rekstrinum. Einn eigenda Nora segir í samtali við visir.is að lokunina megi skrifast m.a. á erfiðan vetur og rigningarsamt sumar.
Laundromat Cafe við Austurstræti 9 þurfti að loka þar sem ekki náðist samkomulag um áframhaldandi samstarf við leyfishafann þvottakaffi ehf og eiganda þess.
Undir lok apríl síðastliðinn opnaði nýtt veitingahús við Mýrargötu 31 í Reykjavík. Veitingahúsið fékk heitið LOF og tæplega þremur mánuðum síðar var staðnum lokað þar sem blasir gjaldþrot fyrirtækisins við.
Argentína lokaði í apríl s.l. en þá hafði hluti starfsliðsins ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og iðgjöld af launum starfsfólks hefur ekki verið greidd frá því í maí í fyrra að því er fram kom á vef Fréttablaðsins.
Veitingastaðurinn Yogafood við Grensásveg lokaði fyrr á árinu, en staðurinn var áður til húsa að Hringbraut 121 þar sem hótelið Oddson er.
Nú á dögunum var veitingastaðnum Holt á Hótel Holti lokaður eftir rúmlega hálfs árs rekstur í höndum nýrra rekstraraðila.
Nú um mánaðarmótin s.l. lokaði La Poblana á Hlemmi Mathöll. Staðurinn bauð upp á mjúkar maíspönnukökur gerðar á staðnum sem bornar voru fram með grænmeti, kjöti eða sjávarfangi og framandi chilisósum.
Hótelið Oddsson við Hringbraut 121 í gamla JL húsinu í Vesturbæ Reykjavíkur hættir rekstri. Á hótelinu Oddsson var veitingastaðurinn Bazaar ásamt kaffihúsi, stórum bar og bistro veitingastað, allt á jarðhæð hótelsins. Fyrirhugað er að erlend hótelkeðja mun taka yfir reksturinn.
Kjöt & Fiskverslunin við Bergstaðastræti 14 í Reykjavík hefur verið lokuð fyrir fullt og allt. Verslunin var fyrst opnuð fyrir fjórum árum síðan og önnur verslun var opnuð við Garðatorgi í Garðabæ en sú lokaði fyrr á þessu ári.
Hjónin Sindri Daði Rafnsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir eigendur Sindra Bakari Cafe á Flúðum hafa lokað bakaríinu, en í tilkynningu frá þeim á facebook segir að ekki sé rekstrargrundvöllur á bakaríinu í því formi sem það er.
Japanska te- og kökuhúsið Kumiko hættir rekstri. Það er Kökulistakonan Sara Hochuli sem opnaði Kumiko á síðari hluta árs 2016.
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa