Sverrir Halldórsson
Skemmtilegt viðtal við Björgvin á Rica Hotel Narvik í fréttablaði Suðurlands
Björgvin Jóhann Hreiðarsson, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól og Selfyssingur með meiru hefur gert það gott síðustu ár í Noregi sem kokkur og nú sem yfirmatreiðslumaður á Rica Hotel Narvik, sem er fjögurra stjörnu hótel með um 50 starfsmenn. Björgvin er sonur Margrétar Bjarnardóttur og Hreiðars Hallgeirssonar á Selfossi. Hann er 36 ára og lærði fræðin sín hjá Bjarka Hilmarssyni, yfirmatreiðslumeistara á Hótel Geysi á árunum 2004 – 2008.
Svona hefst viðtalið við Björgvin sem Magnús Hlynur Hreiðarsson tók, en það birtist í nýjustu vefútgáfu dfs.is Dagskráin, fréttablað Suðurlands og er birt hér að neðan í heilu lagi með góðfúslegu leyfi Magnúsar.
Yfirmatreiðslumaður frá Selfossi gerir það gott á fjögurra stjörnu hóteli í Noregi
Hefur víða komið við
Björgvin Jóhann hefur víða komið við á ferli sínum hér heima. Auk þess að hafa unnið á Hótel Geysi hefur hann unnið á Hótel Leirubakka í Landsveit, Hótel Glymi í Hvalfirði, Þrastalundi í Grímsnesi og Skandinavian á Laugaveginum í Reykjavík. Árin 2008 og 2009 starfaði hann á Bolkesjo hóteli í Noregi ásamt þeim Hilmari Þór Harðarsyni, sem er að taka við Støkvik hótelinu i Moss í nóvember og Sigurði Rúnari Ástgeirssyni, sem er í dag yfirmatreiðslumaður hjá Rica hótelinu í Stavanger.
16 hæða hótel
Rica Hotel Narvik, hótelið sem Björgvin Jóhann starfar hjá er í miðbæ Narvíkur, sem er 14.000 manna bæjarfélag staðsett í norður Noregi. Hótelið er 16 hæða fjölskyldu- og ráðstefnuhótel með 148 herbergi og fundaaðstöðu fyrir 300 manns. Hótelið opnaði 1. mars 2012 og er glæsilegt í alla staði. Gestir hótelsins eru að mestu leyti norðmenn en á svæðinu er mjög flott skíðasvæði, sem er sótt frá fólki alsstaðar úr heiminum. Þá eru Ístak og Suðurverk með um 200 starfsmenn í þessum bæ, sem eru að vinna við göng og brúarsmíði.
Flottur veitingastaður
Veitingastaðir hótelsins eru gríðarlega flottir þó ég segi sjálfur frá. Við leggjum mikinn metnað í hráefnið, eldamennskuna og þjónustuna. Gestir okkar eru ánægðir og gefa okkur topp einkunn, það skiptir mestu máli
, sagði Björgvin.
Veitingastaðurinn sjálfur tekur 230 manns í sæti en með öðrum hliðarsölum er hægt að taka á móti 400 manns í mat í heildina. Á veitingastaðnum er boðið upp á mat úr árstíðabundnu hráefni og „lókal“ hráefni í bland við norskan mat frá fyrri tíð, sem hefur verið settur í nýjan búning. Veitingastaðurinn er opinn frá klukkan 18:00 til 22:30 en frá kl 11:00 til 18:00 er opið fyrir bistromatseðil á hótelbarnum sem staðsettur er á 16. hæð.
Ánægður í Noregi
Björgvin Jóhann er fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól og gerði það gott með þeirri sveit í nokkrun tíma. Hann hefur komið við á nokkrum stöðum í hljómsveitabransanum og þykir góður söngvari. Hann segist vera ánægður í Noregi, þar búi gott fólk og vinnuumhverfið sé til fyrirmyndar og passi sér vel. Hann kemur reglulega til Íslands til að hitta fjölskyldu og vini og segir alltaf jafn gott að koma heim.
Heimasíða Rica Hotel Narvik er Rica.no fyrir áhugasama og að sjálfsögðu er hótelið líka á Facebook.
Viðtal: © Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Mynd: af facebook síðu Rica Hotel Narvik
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni5 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Food & fun2 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Frétt2 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf