Vertu memm

Uppskriftir

Sjúklega góð Hunangskaka

Birting:

þann

Sjúklega góð Hunangskaka

Kakan

  • 150 gr smjör
  • 200 gr púðursykur
  • 3 stk egg
  • 250 gr hveiti
  • 150 gr hunang
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk brúnkökukrydd

Krem

  • 150 gr smjör
  • 150 gr flórsykur
  • 2 eggjarauður

Flórsykur til að strá yfir kökuna í lokin

Aðferð
Smjöri og sykri er hrært saman með K-járni úr hrærivélinni.  Eggjunum er þar á eftir bætt saman við . Bætið svo öllum öðrum hráefnum út í og hrærið þar deigið er  vel blandað.

Skiptið blöndunni í tvö 24 cm hringform og bakið við 175 gráður á blæstri í 20 mínútur.

Kremið
Smjöri og flórsykri er hrært saman þar til það er orðið létt og ljóst, þá er eggjarauðum bætt út í hrært saman við þar til vel blandað.  Setjið kremið á milli kældra botnana og stráið flórsykri létt yfir kökuna áður en hún er borin fram.

Verði ykkur að góðu

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.  Fylgist með á instagram hér.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið