Uppskriftir
Sjúklega góð Hunangskaka
Kakan
- 150 gr smjör
- 200 gr púðursykur
- 3 stk egg
- 250 gr hveiti
- 150 gr hunang
- 2 tsk lyftiduft
- 2 tsk brúnkökukrydd
Krem
- 150 gr smjör
- 150 gr flórsykur
- 2 eggjarauður
Flórsykur til að strá yfir kökuna í lokin
Aðferð
Smjöri og sykri er hrært saman með K-járni úr hrærivélinni. Eggjunum er þar á eftir bætt saman við . Bætið svo öllum öðrum hráefnum út í og hrærið þar deigið er vel blandað.
Skiptið blöndunni í tvö 24 cm hringform og bakið við 175 gráður á blæstri í 20 mínútur.
Kremið
Smjöri og flórsykri er hrært saman þar til það er orðið létt og ljóst, þá er eggjarauðum bætt út í hrært saman við þar til vel blandað. Setjið kremið á milli kældra botnana og stráið flórsykri létt yfir kökuna áður en hún er borin fram.
Verði ykkur að góðu
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari. Fylgist með á instagram hér.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum