Uppskriftir
Sjúklega góð Hunangskaka
Kakan
- 150 gr smjör
- 200 gr púðursykur
- 3 stk egg
- 250 gr hveiti
- 150 gr hunang
- 2 tsk lyftiduft
- 2 tsk brúnkökukrydd
Krem
- 150 gr smjör
- 150 gr flórsykur
- 2 eggjarauður
Flórsykur til að strá yfir kökuna í lokin
Aðferð
Smjöri og sykri er hrært saman með K-járni úr hrærivélinni. Eggjunum er þar á eftir bætt saman við . Bætið svo öllum öðrum hráefnum út í og hrærið þar deigið er vel blandað.
Skiptið blöndunni í tvö 24 cm hringform og bakið við 175 gráður á blæstri í 20 mínútur.
Kremið
Smjöri og flórsykri er hrært saman þar til það er orðið létt og ljóst, þá er eggjarauðum bætt út í hrært saman við þar til vel blandað. Setjið kremið á milli kældra botnana og stráið flórsykri létt yfir kökuna áður en hún er borin fram.
Verði ykkur að góðu
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari. Fylgist með á instagram hér.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana