Vertu memm

Keppni

Sindri Guðbrandur Sigurðsson er Kokkur ársins 2023

Birting:

þann

Kokkur ársins 2023 - Sindri Guðbrandur Sigurðsson

Kokkur ársins 2023:
Sindri Guðbrandur Sigurðsson

Keppnin um titilinn Kokkur ársins 2023 fór fram í IKEA í dag og kepptu fimm framúrskarandi matreiðslumenn um titilinn eftirsótta.

Það var Sindri Guðbrandur Sigurðsson sem sigraði keppnina í ár og er þannig Kokkur ársins 2023.

Í öðru sæti varð Hinrik Örn Lárusson Lux veitingum og í þriðja sæti varð Iðunn Sigurðardóttir frá veitingastaðnum Brand á Hafnartorgi.

Keppnin var æsispennandi en hún fór fram í sérútbúnum keppniseldhúsum í miðri verslun IKEA og um það bil 8.000 gestir kíktu á keppnissvæðið.

Veisluþjónusta - Banner

Í úrslitakeppninni elduðu keppendur þriggja rétta máltíð fyrir dómarana og grunnhráefnið var akurhænur, akurhænuegg, rauðspretta, ígulker, súkkulaði og skyr.

Um keppnina

Forkeppnin:

Forkeppnin fór fram miðvikudaginn 30. mars sl. í Ikea, en þar kepptu níu kokkar um fimm pláss í lokakeppninni sjálfri.

Keppendur í undanúrslitum um titilinn Kokkur ársins 2023 voru:

Gabríel Kristinn Bjarnason – Dill restaurant – Ísland.

Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar – Ísland.

Hugi Rafn Stefánsson – Lux veitingar – Ísland.

Auglýsingapláss

Iðunn Sigurðardóttir – Brand Hafnartorg Gallerí – Ísland.

Ísak Aron Jóhannsson – Zak veitingar – Ísland.

Sindri Guðbrandur Sigurðsson – Flóra veitingar – Ísland.

Snædís Xyza Mae Ocampo – Ion Hotel – Ísland.

Sveinn Steinsson – Efla Verkfræðistofa – Ísland.

Wiktor Pálsson – Speilsalen – Noregur.

Úrslitakeppnin:

Kokkur ársins 2023 - Sindri Guðbrandur Sigurðsson

Sindri Guðbrandur Sigurðsson fagnaði sigrinum vel og innilega

Kokkur ársins 2023 - Sindri Guðbrandur Sigurðsson

Keppnin um titilinn Kokkur ársins 2023 fór fram eins og áður segir í IKEA í dag og það var Sindri Guðbrandur Sigurðsson sem sigraði keppnina í ár og er þannig Kokkur ársins 2023.  Í öðru sæti varð Hinrik Örn Lárusson og í þriðja sæti varð Iðunn Sigurðardóttir.

Í úrslitakeppninni elduðu keppendur þriggja rétta máltíð fyrir dómarana og grunnhráefnið var akurhænur, akurhænuegg, rauðspretta, ígulker, súkkulaði og skyr.

Keppendur um titilinn Kokkur ársins 2023 voru:

Auglýsingapláss
Kokkur ársins 2023 - Sindri Guðbrandur Sigurðsson

Sindri Guðbrandur Sigurðsson

Gabríel Kristinn Bjarnason (Lestu fleiri fréttir um Gabríel hér), Dill restaurant Ísland. Gabríel vann fyrstu verðlaun Nordic Young Chef 2018 og keppti með landsliðinu á Olympíuleikunum í Luxemburg 2022.

Hinrik Örn Lárusson (Lestu fleiri fréttir um Hinrik hér), Lux veitingar Ísland. Hinrik er fyrrum landsliðsmaður og vann til silfurverðlauna í Nordic Young Chef 2018.

Hugi Rafn Stefánsson (lestu fleiri fréttir um Huga hér), Lux veitingar Ísland Hugi vann Íslandsmót matreiðslunema 2019 og komst líka í úrslitakeppni Kokks ársins 2022.

Iðunn Sigurðardóttir (Lestu fleiri fréttir um Iðunni hér), Brand – Hafnartorg Gallerí Ísland. Iðunn keppti fyrir Íslands hönd í Euroskills 2016 og varð í 3. sæti í Kokkur ársins 2019.

Sindri Guðbrandur Sigurðsson (Lestu fleiri fréttir um Sindra hér), Flóra veitingar Ísland. Sindri er liðstjóri Íslenska kokkalandsiðsins og leiddi það á síðustu Ólympíuleikum í Luxemburg 2022. Um vorið sama ár hafnaði Sindri í 2. sæti í Matreiðslumaður Norðurlandanna.

Verðlaun

Til mikils var að vinna, en Kokkur ársins 2023 er besti kokkur landsins árið 2023 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2024.

1. sæti – 300.000 kr.
2. sæti – 200.000 kr.
3. sæti – 100.000 kr.

Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni.

Tilkynnt var um 2. og 3. sætið í Kokkur ársins í bransapartýinu sem fram fór í Bjórgarðinum um kvöldið 1. apríl og  klukkan 21:00 og eins og áður segir, þá varð Hinrik Örn Lárusson í öðru sæti og í þriðja sæti varð Iðunn Sigurðardóttir..

Fleiri fréttir: Kokkur ársins

Myndir: Mummi Lú

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið