Keppni
Sindri Guðbrandur Sigurðsson er Kokkur ársins 2023
Keppnin um titilinn Kokkur ársins 2023 fór fram í IKEA í dag og kepptu fimm framúrskarandi matreiðslumenn um titilinn eftirsótta.
Það var Sindri Guðbrandur Sigurðsson sem sigraði keppnina í ár og er þannig Kokkur ársins 2023.
- Hinrik Örn Lárusson
- Iðunn Sigurðardóttir
Í öðru sæti varð Hinrik Örn Lárusson Lux veitingum og í þriðja sæti varð Iðunn Sigurðardóttir frá veitingastaðnum Brand á Hafnartorgi.
Keppnin var æsispennandi en hún fór fram í sérútbúnum keppniseldhúsum í miðri verslun IKEA og um það bil 8.000 gestir kíktu á keppnissvæðið.
Í úrslitakeppninni elduðu keppendur þriggja rétta máltíð fyrir dómarana og grunnhráefnið var akurhænur, akurhænuegg, rauðspretta, ígulker, súkkulaði og skyr.
Um keppnina
Forkeppnin:
Forkeppnin fór fram miðvikudaginn 30. mars sl. í Ikea, en þar kepptu níu kokkar um fimm pláss í lokakeppninni sjálfri.
Keppendur í undanúrslitum um titilinn Kokkur ársins 2023 voru:
Gabríel Kristinn Bjarnason – Dill restaurant – Ísland.
Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar – Ísland.
Hugi Rafn Stefánsson – Lux veitingar – Ísland.
Iðunn Sigurðardóttir – Brand Hafnartorg Gallerí – Ísland.
Ísak Aron Jóhannsson – Zak veitingar – Ísland.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson – Flóra veitingar – Ísland.
Snædís Xyza Mae Ocampo – Ion Hotel – Ísland.
Sveinn Steinsson – Efla Verkfræðistofa – Ísland.
Wiktor Pálsson – Speilsalen – Noregur.
Úrslitakeppnin:
Keppnin um titilinn Kokkur ársins 2023 fór fram eins og áður segir í IKEA í dag og það var Sindri Guðbrandur Sigurðsson sem sigraði keppnina í ár og er þannig Kokkur ársins 2023. Í öðru sæti varð Hinrik Örn Lárusson og í þriðja sæti varð Iðunn Sigurðardóttir.
Í úrslitakeppninni elduðu keppendur þriggja rétta máltíð fyrir dómarana og grunnhráefnið var akurhænur, akurhænuegg, rauðspretta, ígulker, súkkulaði og skyr.
Keppendur um titilinn Kokkur ársins 2023 voru:
Gabríel Kristinn Bjarnason (Lestu fleiri fréttir um Gabríel hér), Dill restaurant Ísland. Gabríel vann fyrstu verðlaun Nordic Young Chef 2018 og keppti með landsliðinu á Olympíuleikunum í Luxemburg 2022.
Hinrik Örn Lárusson (Lestu fleiri fréttir um Hinrik hér), Lux veitingar Ísland. Hinrik er fyrrum landsliðsmaður og vann til silfurverðlauna í Nordic Young Chef 2018.
Hugi Rafn Stefánsson (lestu fleiri fréttir um Huga hér), Lux veitingar Ísland Hugi vann Íslandsmót matreiðslunema 2019 og komst líka í úrslitakeppni Kokks ársins 2022.
Iðunn Sigurðardóttir (Lestu fleiri fréttir um Iðunni hér), Brand – Hafnartorg Gallerí Ísland. Iðunn keppti fyrir Íslands hönd í Euroskills 2016 og varð í 3. sæti í Kokkur ársins 2019.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson (Lestu fleiri fréttir um Sindra hér), Flóra veitingar Ísland. Sindri er liðstjóri Íslenska kokkalandsiðsins og leiddi það á síðustu Ólympíuleikum í Luxemburg 2022. Um vorið sama ár hafnaði Sindri í 2. sæti í Matreiðslumaður Norðurlandanna.
Verðlaun
Til mikils var að vinna, en Kokkur ársins 2023 er besti kokkur landsins árið 2023 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2024.
1. sæti – 300.000 kr.
2. sæti – 200.000 kr.
3. sæti – 100.000 kr.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni.
Tilkynnt var um 2. og 3. sætið í Kokkur ársins í bransapartýinu sem fram fór í Bjórgarðinum um kvöldið 1. apríl og klukkan 21:00 og eins og áður segir, þá varð Hinrik Örn Lárusson í öðru sæti og í þriðja sæti varð Iðunn Sigurðardóttir..
Fleiri fréttir: Kokkur ársins
Myndir: Mummi Lú

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?