Keppni
Sindri Freyr sigraði í eftirréttakeppni Arctic Challenge
Eftirréttakeppni Arctic Challenge 2023 var haldin nú á dögunum og tóku 11 keppendur þátt og er óhætt að segja að metnaðurinn og áhuginn hafi verið til fyrirmyndar.
Sjá einnig: Eftirréttakeppni Arctic Challenge 2023 og fyrirlestur um keppnismatreiðslu
Keppnin er haldin núna í annað skiptið og hefur hún strax tekið stakkaskiptum frá fyrra ári þegar kemur að tækni, útliti og vinnu við réttina.
- 1. sæti
- 2. sæti
- 3. sæti
Deginum á undan var Snædís Xyza með fyrirlestur um keppnismatreiðslu og mátti sjá að margir keppendur hafi hlustað með báðum eyrum á þennan frábæra fróðleik sem Snædís býr yfir og mátti sjá það á eftirréttunum sem fóru til dómara.
Gefin voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin frá Rub23, Skógarböðunum, Strikinu svo fátt eitt sé nefnt ásamt því að sigurvegarinn fékk bikar.
1. sæti – Sigurvegari Arctic Dessert var Sindri Freyr Ingvarsson – Aurora Restaurant
2. sæti – Matthías Pétur Davíðsson – Strikið Restaurant
3. sæti – Andrés Björgvinsson – Grand Hótel
Yfirdómari var Snædís Xyza, þjálfari Kokkalandsliðsins og yfirkokkur Ion Hotel.
Dómari var Rafn Svansson, yfirkokkur North By Dill á Akureyri.
Allir keppendur:
Rhonjie Catalan
Matthías Pétur Davíðsson
Yasuki Wilson Seno
Elmar Ingi Sigurðsson
Kristinn Hugi Arnarsson
Logi Helgason
Guðni Sæmundsson
Andrés Björgvinsson
Sindri Freyr Ingvarsson
Hrund Nilima Birgisdóttir
Leví Ellertsen
Keppnisréttir
- 1. sæti
- 2. sæti
- 3. sæti
Myndir: aðsendar / Arctic Challenge

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum