Keppni
Sindri Freyr sigraði í eftirréttakeppni Arctic Challenge
Eftirréttakeppni Arctic Challenge 2023 var haldin nú á dögunum og tóku 11 keppendur þátt og er óhætt að segja að metnaðurinn og áhuginn hafi verið til fyrirmyndar.
Sjá einnig: Eftirréttakeppni Arctic Challenge 2023 og fyrirlestur um keppnismatreiðslu
Keppnin er haldin núna í annað skiptið og hefur hún strax tekið stakkaskiptum frá fyrra ári þegar kemur að tækni, útliti og vinnu við réttina.
- 1. sæti
- 2. sæti
- 3. sæti
Deginum á undan var Snædís Xyza með fyrirlestur um keppnismatreiðslu og mátti sjá að margir keppendur hafi hlustað með báðum eyrum á þennan frábæra fróðleik sem Snædís býr yfir og mátti sjá það á eftirréttunum sem fóru til dómara.
Gefin voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin frá Rub23, Skógarböðunum, Strikinu svo fátt eitt sé nefnt ásamt því að sigurvegarinn fékk bikar.
1. sæti – Sigurvegari Arctic Dessert var Sindri Freyr Ingvarsson – Aurora Restaurant
2. sæti – Matthías Pétur Davíðsson – Strikið Restaurant
3. sæti – Andrés Björgvinsson – Grand Hótel
Yfirdómari var Snædís Xyza, þjálfari Kokkalandsliðsins og yfirkokkur Ion Hotel.
Dómari var Rafn Svansson, yfirkokkur North By Dill á Akureyri.
Allir keppendur:
Rhonjie Catalan
Matthías Pétur Davíðsson
Yasuki Wilson Seno
Elmar Ingi Sigurðsson
Kristinn Hugi Arnarsson
Logi Helgason
Guðni Sæmundsson
Andrés Björgvinsson
Sindri Freyr Ingvarsson
Hrund Nilima Birgisdóttir
Leví Ellertsen
Keppnisréttir
- 1. sæti
- 2. sæti
- 3. sæti
Myndir: aðsendar / Arctic Challenge
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni15 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar14 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra

































