Veitingarýni
Síldarævintýri fyrir bragðlaukana
Fréttamaður Veitingageirans kíkti í heimsókn á nýja kaffihúsið á Siglufirði sem staðsett er í Salthúsinu, einu af söfnum Síldarminjasafnsins, en þar tók starfsfólk vel á móti fréttamanni.
Mikið var um að vera en von var á 50 manna hópi í síldarveislu um kvöldið.
Ég settist niður með sænska kokkinum Ted Karlberg sem hefur mikla þekkingu varðandi allt er tengist síld, en hann er einn fremsti síldarkokkur Svíþjóðar.
Ted hefur gefið út 4 bækur, þar á meðal bókina “Herring Diplomacy” sem hann skrifaði ásamt Håkan Juholt, fyrrum sendiherra Svíðþjóðar á Íslandi.
Bókin fjallar um síld og sameiginlega menningu og vinskap þjóða vegna síldar, en sameiginleg saga og menning Íslands og Svíþjóðar í gegnum síldina varð kveikjan á bókinni. Bókin kemur út á íslensku í september.
Þá hefst Síldarævintýrið:
Rabarbara síld
„Án efa ein besta síld sem ég hef smakkað, alveg hrikalega góð.“
Sinnepsíld með kaffi og viskí
„Kom á óvart, var smá í vafa með þessa samsetningu, en það hvarf við fyrsta bitann, mild og góð.“
Gin og gúrkusíld með sítrónu og dilli.
„Gin og síld eiga vel saman, bragðið kom skemmtilega á óvart.“
Off menu:
Ted Karlberg kom með fleiri síldarrétti sem eru væntanlegir á matseðil:
Heitur réttur: Matjesíld með lauk og smjöri.
„Virkilega gott, vel saltað og mætti líkja við saltfisk.“
Old man mix
„Eftir gott partý í Svíþjóð er vinsælt að blanda saman síld og því sem er til er í ískápnum. Kallast þessi réttur „Old man mix“. Mjög bragðgóður réttur og voru ansjósur á meðal hráefna.“
Kerfil og lime börkur
„Þessi réttur var ekki fyrir minn smekk, of mikil remma, vantaði alveg touch á þetta.“
Hvítlauksíld
„Smá remma, en góður réttur.“
Steikt síld með pikkluðum rauðlauk og trönuberjasultu
„Frábær réttur, krispí og passlega elduð síld. Sultan var punkturinn yfir i-ið.“
Síldarhamborgari
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég smakka síldarhamborgara og viti menn, virkilega góður. Ferskir tómatar, laukur og sósa með súrum gúrkum, vel heppnaður réttur.“
Fékk að lokum brennivíns-snaps þar sem kerfill hafði legið í brennivíninu í um 3 vikur. Góð samsetning og passar vel við síldina.
Ekki bara síld
Þó áhersla sé á síldarrétti, þá er hægt að fá allskyns góðgæti sem allir þekkja.
Smurbrauð með rækjum eða rostabeef og klassísku flatkökurnar með hangikjöti svo fátt eitt sé nefnt.
Kíkti á formlega opnun á Síldarkaffihúsinu á laugardaginn s.l. á sjálfri Síldarævintýrahátíðinni. Ákvað að sleppa síld og fá í staðinn klassíska rétti.
Rostabeef, remúlaði, súrar gúrkur, steiktur laukur, súrsaður rauðlaukur og ferskur graslaukur.
„Klassískt smurbrauð sem allir íslendingar þekkja. Vel útilátið og mjög góður.“
Hindberjaís
„Engin egg í ísnum, vel heppnaður, ferskur og góður.“
Cappuccino
„Ekta Cappuccino og bragðið af kaffinu eftir því, mjög gott.“
Instagram: Síldarkaffi
View this post on Instagram
View this post on Instagram
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Nemendur & nemakeppni23 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin