Keppni
Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2019
Úrslit eru ráðin í keppninni Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2019 sem Garri hélt í Laugardalshöll fimmtudaginn 31. október 2019. Í ár var keppnin mjög hörð keppni og mjótt á munum. Augljóst er að gæðin eru mikil hjá keppendum sem eykst með hverju árinu.
Þema keppninnar í ár var „Framtíðin“ þar sem hver og einn keppandi túlkaði þemað eftir sínu höfði.
Eftirréttur Ársins 2019

Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins 2019
F.v. Sindri Guðbrandur Sigurðsson 1. sæti, Wiktor Pálsson 2. sæti og Aþena Þöll Gunnarsdóttir 3. sæti
Sigurvegari í Eftirréttur Ársins í ár var Sindri Guðbrandur Sigurðsson frá Silfru sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis.
Í öðru sæti lenti Wiktor Pálsson frá Hótel Sögu og í þriðja sæti Aþena Þöll Gunnarsdóttir frá Gamla Fiskfélaginu.
Konfektmoli Ársins 2019

Sigurvegarar í Konfektmoli Ársins 2019
F.v. Garðar Kári Garðarsson 1. sæti, Vigdís Mi Diem Vo 2. sæti og Aisuluu Shatmanova 3. sæti
Sigurvegari í Konfektmoli Ársins í ár var Garðar Kári Garðarsson frá Deplum sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis.
Í öðru sæti lenti Vigdís Mi Diem Vo frá Sandholt og í þriðja sæti Aisuluu Shatmanova frá Sandholti.
Dómarar
Eftirréttur Ársins:
Yfirdómari var Garðar Kári Garðarsson – Deplar og Kokkalandsliðið
Sigurður Laufdal – Bocuse d’Or keppandi
Baldur Öxdal – Lindin
Konfektmoli Ársins:
Yfirdómari var Axel Björn Clausen frá Hipstur og Kokkalandsliðinu.
Meðdómari var Óskar Ólafsson matreiðslumaður.
Keppnin fór fram á sýningunni Stóreldhúsið í Laugardalshöll og stóð yfir allan daginn frá kl. 10:00 – 16:00. Garri hefur haldið eftirréttakeppnina í 10 ár við góðan orðstír og hefur hún vakið verðskuldaða athygli í faginu.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu