Keppni
Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2019
Úrslit eru ráðin í keppninni Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2019 sem Garri hélt í Laugardalshöll fimmtudaginn 31. október 2019. Í ár var keppnin mjög hörð keppni og mjótt á munum. Augljóst er að gæðin eru mikil hjá keppendum sem eykst með hverju árinu.
Þema keppninnar í ár var „Framtíðin“ þar sem hver og einn keppandi túlkaði þemað eftir sínu höfði.
Eftirréttur Ársins 2019

Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins 2019
F.v. Sindri Guðbrandur Sigurðsson 1. sæti, Wiktor Pálsson 2. sæti og Aþena Þöll Gunnarsdóttir 3. sæti
Sigurvegari í Eftirréttur Ársins í ár var Sindri Guðbrandur Sigurðsson frá Silfru sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis.
Í öðru sæti lenti Wiktor Pálsson frá Hótel Sögu og í þriðja sæti Aþena Þöll Gunnarsdóttir frá Gamla Fiskfélaginu.
Konfektmoli Ársins 2019

Sigurvegarar í Konfektmoli Ársins 2019
F.v. Garðar Kári Garðarsson 1. sæti, Vigdís Mi Diem Vo 2. sæti og Aisuluu Shatmanova 3. sæti
Sigurvegari í Konfektmoli Ársins í ár var Garðar Kári Garðarsson frá Deplum sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis.
Í öðru sæti lenti Vigdís Mi Diem Vo frá Sandholt og í þriðja sæti Aisuluu Shatmanova frá Sandholti.
Dómarar
Eftirréttur Ársins:
Yfirdómari var Garðar Kári Garðarsson – Deplar og Kokkalandsliðið
Sigurður Laufdal – Bocuse d’Or keppandi
Baldur Öxdal – Lindin
Konfektmoli Ársins:
Yfirdómari var Axel Björn Clausen frá Hipstur og Kokkalandsliðinu.
Meðdómari var Óskar Ólafsson matreiðslumaður.
Keppnin fór fram á sýningunni Stóreldhúsið í Laugardalshöll og stóð yfir allan daginn frá kl. 10:00 – 16:00. Garri hefur haldið eftirréttakeppnina í 10 ár við góðan orðstír og hefur hún vakið verðskuldaða athygli í faginu.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri