Keppni
Sigurður Helgason: „…nú fara hjólin að snúast hraðar“
Sigurður Helgason yfirmatreiðslumaður Grillsins og Bocuse d´Or keppandi er byrjaður að æfa á fullu fyrir Bocuse d´Or Europe 2014.
Já ég er byrjaður að æfa, en fyrsta skref hefur verið almenn skipulagning á æfingum og síðustu vikur hef ég verið að vinna að hugmyndum þá aðallega í meðlætinu, þar sem ég hef ekki vitað hvaða hráefni á að vinna með í keppninni.
En nú er ég búinn að fá hráefnislistann og reglurnar í hendurnar, þannig að nú fara hjólin að snúast hraðar og hægt að hugsa um þemann í heild sinni.
, sagði Sigurður í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um æfingar og grunnhráefnið.
Grunnhráefnin sem verða eru:
Fiskur:
Ufsi, Belon ostrur og bláskel að auki þarf helmingurinn af disknum að vera „fresh greens“.
Kjöt:
Swedish young pigs, 6 kg læri á beini, þrjár grísafætur og svo er hægt að velja á milli eða nota bæði: grísablóð og grísagarnir.
Aðstoðamaður Sigurðar er Sindri Geir Guðmundsson matreiðslunemi á Slippbarnum og þjálfari er Þráinn Freyr Vigfússon yfirmatreiðslumaður Bláa Lónsins.
Bocuse d´Or Europe verður haldin í maí 2014 í Stokkhólm og er forkeppni fyrir aðalkeppnina sem haldin verður í Lyon í janúar 2015. Það er Bocuse d´Or Akademía Íslands sem er handhafi þátttökuréttar íslendinga og á veg og vanda af skipulagningu.
Instagram mynd: Atli Þór Erlendsson

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas