Frétt
Sigmar kveður Fabrikkuna og Keiluhöllina
Miklar breytingar hafa átt sér stað undanfarin misseri á eignarhaldi Hamborgarafabrikkunnar og Keiluhallarinnar í Egilshöll. Jóhannes Stefánsson, gjarnan kenndur við Múlakaffi, er orðinn meirihlutaeigandi félaganna en athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt öll hlutabréf sín í félögunum.
Á vef dv.is sem fjallar nánar um málið kemur fram að óhætt er að segja að um kaflaskil sé að ræða en Simmi og Jói (Jóhannes Ásbjörnsson), viðskiptafélagi hans og vinur, hafa verið andlit Fabrikkunnar frá því að fyrsti staðurinn var opnaður árið 2010.
Sigmar mun þó ekki hverfa strax af vettvangi en samkvæmt heimildum DV mun hann gegna starfi framkvæmdastjóra Keiluhallarinnar og veitingastaðarins Shake & Pizza út þetta ár.
Mynd: úr einkasafni

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata